Á Grenivík er fyrirtæki sem heitir Pharmarctica, leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í meðal annars framleiðslu á fæðubótarefnum, snyrtivörum, mixtúrum og sótthreinsandi lausnum. Icepharma hefur verið stoltur viðskiptavinur og samstarfsaðili Pharmarctica frá upphafi þar sem vörulínan EIN Á DAG er þróuð og framleidd. Eins og nafnið bendir til fá neytendur bætiefnin sem þeir þurfa dagsdaglega, öll í einni lítilli töflu. Það sem meira er, þær eru svo smáar að það er mjög auðvelt að kyngja þeim. „Töflurnar henta öllum, þá sérstaklega eldra fólki og þeim sem erfitt eiga með að kyngja stórum eða mörgum töflum,“ segir Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri EIN Á DAG.

„Þróun vörulínunnar, framleiðsla, pökkun og sala fer öll fram á Íslandi og af því erum við gríðarlega stolt.“

Framleiðslan er íslensk, töflurnar sykurlausar og á góðu verði. EIN Á DAG fæst í öllum helstu apótekum landsins og á hverslun.‌is. Töflurnar eru langflestar án gelatíns og eru því vegan og hentugar fyrir grænmetisætur.

Hér að neðan eru upplýsingar um þau vítamín og steinefni sem fást í vörulínu EIN Á DAG:

  • B-vítamín tekur þátt í nýtingu orku úr fæðunni og er mikilvægt fyrir starfsemi tauga og vöðva og til myndunar rauðra blóðkorna.

B-vítamín

B-vítamín sterkt

B1-vítamín

B5-vítamín

B6-vítamín

B1 & B6-vítamín

B12-vítamín

  • C-vítamín er gott andoxunarefni sem eflir varnir líkamans og eykur upptöku járns í líkamanum.

C-vítamín 100 mg

C-vítamín 500 mg

  • D-vítamin er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór betur.

D-vítamín 400 ae 25 µg

D-vítamín 1000 ae 25 µg

D-vítamín Sterkt 2000 ae 25 µg

  • E-vítamín er fituleysanlegt og stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.

E-vítamín 400 ae

  • Fjölvítamín eru blanda af helstu vítamínum og steinefnum sem ráðlagt er að taka daglega.

Fjölvítamín

Fjölvítamín án A- og D-vítamína

  • Magnesíum og kalk eru steinefni sem viðhalda sterkum og eðlilegum beinum og stuðla að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi.

Kalk og magnesíum