Súperhundurinn Krypto og Súperman eru báðir frá plánetunni Krypton. Þeir eru óaðskiljanlegir bestu vinir, búa yfir sömu ofurkröftunum og berjast hlið við hlið gegn glæpum og glæpamönnum í Metropolis.

Í DC Ofurgæludýrabandalaginu (DC League of Super Pets) er Súperman rænt og Krypto situr sannarlega ekki aðgerðalaus. Hann skipuleggur björgunarleiðangur til að bjarga sínum besta vini.

Vitanlega er það hinn illræmdi Lex Luthor sem stendur að baki ráninu á Súperman og þá dugar ekkert annað en að safna liði.

Krypto safnar saman dýrum úr dýraathvarfi sem eiga það sameiginlegt að hafa hlotnast ofurkraftar.

Hundurinn Ace hefur ofurkrafta, svínið PB er gætt þeim eiginleikum að geta vaxið ótrúlega á einni svipstundu og orðið alveg hrikalega stórt.

Svo er það Merton, skjaldbakan, sem er snögg eins og elding, og rafmagnaði íkorninn Chip.

Dýrin eru ekki alveg búin að átta sig á því hve hrikaleg ofurdýr þau eru og þurfa því aðeins að slípa til færni sína í að beita ofurkröftum sínum.

Ýmsir gamalkunnir vinir úr myndasöguheimi DC koma við sögu. Batman mætir á svæðið og sömuleiðis Green Lantern.

Í ensku útgáfunni er það Wayne Johnson sem talar fyrir Krypto, John Krasinski úr the Office talar fyrir Súperman og Keanu Reeves er rödd Batmans.

Myndin er talsett á íslensku og ekki er íslenski hópurinn síðri en sá sem mælir á enska tungu og ánægjulegt er að sjá þann metnað sem settur er í að gera myndina sem best úr garði fyrir áhorfendur sem njóta hennar á íslensku.

Hér hefur orðið mikil og ánægjuleg þróun á undanförnum árum og eiga kvikmyndahúsin og rétthafar heiður skilinn fyrir að tryggja vandaða vöru á íslenskan markað.

Tugir íslenskra leikara koma við sögu, auk þess sem mikið er lagt í þýðingu texta, íslenska leikstjórn og gæði hljóðsetningar, en upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi.

Sambíóin, Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó

Fróðleikur

  • Ef undan er skilið svínið PB eru allar persónur DC Ofurgæludýrabandalagsins byggðar á persónum úr teiknimyndasögum DC.
  • Þetta er önnur myndin sem framleidd er í samstarfi Warner Animation Group Film og DC. Sú fyrsta var The Lego Batman Movie
  • Í myndasögunum er Merton venjulega karlkyns en í þessari mynd hefur persónan verið kvengerð.

Frumsýnd 27. júlí 2022

Aðalhlutverk:
Orri Huginn Ágústsson, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Hanna María Karlsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Hannes Óli Ágústsson og Valdimar Örn Flygenring

Handrit:
Jared Stern og John Whittington

Leikstjórn:
Jared Stern og Sam Levine

Bönnuð innan 6