Dr. Dennis Gross er einn frægasti húðsjúkdómalæknir New York. Hann hefur þróað mjög virkar og áhrifaríkar vörur, sem eru í fremsta flokki þegar kemur að vörum með mikla virkni. Hann er meistari í ávaxtasýrum og eru ávaxtasýruskífurnar hans einkaleyfisvarðar og einstakar að því leyti að þeim svipar til ávaxtasýra sem eru notaðar á snyrtistofum. Þar er ávaxtasýran fyrst sett á húðina og síðan beðið í 2 mínútur, svo er settur á stoppari sem stöðvar virkni ávaxtasýranna. Þannig næst hámarksárangur en minni erting,“ segir Íris, sem er að vonum ánægð með að geta boðið upp á þetta spennandi snyrtivörumerki.

Dr. Dennis Gross hefur þróað mjög virkar og áhrifaríkar vörur, sem fást nú hjá Beautybox.is. MYND/AÐSEND

Ávaxtasýrur og retinol

„Viðskiptavinir okkar hafa óskað eftir sérhæfðum lúxusvörum með virkum innihaldsefnum á borð við ávaxtasýrur og retinol og við vildum verða við því. Dr. Dennis Gross uppfyllir þessar kröfur en um er að ræða hágæðavörur með áherslu á ákveðna virkni. Dr. Dennis Gross er einnig með mjög flotta C-vítamín-línu, hýalúronsýru-línu og retinol-línu, ásamt níasínamíð-línu fyrir stressaða húð. Síðast en ekki síst er hann með æðisleg tæki, eins og til dæmis SpectraLite FaceWear Pro grímuna, sem er blanda af 100 rauðum ljósum og 62 bláum ljósum sem vinna saman til að slétta hrukkur, draga úr litamisfellum og minnka þrymlabólur, auk þess að gefa húðinni fallegt og unglegt yfirbragð,“ segir Íris.

Vinsælar um allan heim

Vörurnar frá Dr. Dennis Gross eru á toppi yfir vinsælustu snyrtivörurnar víða um heim, þar á meðal hjá hinni þekktu snyrtivörukeðju Sephora í Bandaríkjunum.

„Dr. Dennis Gross býr yfir meira en 25 ára reynslu sem húðsjúkdómalæknir og rekur sína eigin stofu. Hann notar þessar vörur á stofunni sinni,“ segir Íris.

Á vefverslun Beautybox eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig eigi að nota vörurnar frá Dr. Dennis Gross og einnig góðar innihaldslýsingar. Í versluninni sjálfri er tekið vel á móti viðskiptavinum og gefnar upplýsingar og góð ráð um notkun þeirra.

Íris segir að tvö ár séu frá því hún fór fyrst að vinna í að fá Dr. Dennis Gross merkið til landsins. „Það er alveg frábært að geta loksins boðið upp á þessar góðu vörur, sem standa algjörlega fyrir sínu. Það er mikil hugsun á bak við þær, svo sem hvaða efni þær innihalda, en þær virka vel án þess að erta húðina. Vörurnar eru „cruelty free“, lausar við paraben, súlföt og þalöt,“ upplýsir Íris.

Dr. Dennis Gross er með mjög flotta C-vítamín-línu, hýalúronsýru-línu og retinol-línu, ásamt níasínamíð-línu fyrir stressaða húð.

Fjölskyldufyrirtæki sem hefur stækkað hratt

Beautybox er fjölskyldufyrirtæki sem Íris á, ásamt foreldrum sínum.

„Við opnuðum netverslunina í ágúst 2017 og verslunina við Langholtsveg 126 í febrúar 2020. Fyrirtækið hefur gengið mjög vel og við eigum trausta og góða viðskiptavini sem koma til okkar aftur og aftur. Beautybox stækkaði hraðar og meira en við áttum von á, sem er mjög ánægjulegt. Við erum lítið fyrirtæki með mikinn metnað,“ segir Íris.

Nánari upplýsingar má fá hjá vefversluninni beautybox.is