Þegar Dorma var opnuð í Holtagörðum á sínum tíma opnaðist nýr heimur af alls kyns fallegum hlutum fyrir svefnherbergi. Svava Hólmarsdóttir, verslunarstjóri í Dorma, segir að Íslendingar hafi fyrir löngu áttað sig á gæðum þeirra dýna sem í boði eru. „Hingað koma fjölmörg fermingarbörn með foreldrum sínum til að velja sér rúm í fermingargjöf. Nýtt rúm, rúmföt og húsgögn í herbergi fermingarbarnsins er alltaf vinsæl gjöf. Krakkarnir eru ótrúlega meðvitaðir um gæði og góðan svefn. Mörg þeirra vita hvað þau vilja en önnur spyrja mikið,“ segir Svava. „Í langflestum tilfellum eru fermingarbörnin með í ráðum þegar velja skal dýnu. Þau fá að leggjast í dýnuna og prófa hvað hentar þeim best. Vinsælustu dýnurnar eru 120-140 cm á breidd en unglingarnir eru að stækka við sig rúm á þessum aldri og hugsa til framtíðar,“ segir Svava og bætir við að oftast séu það foreldrarnir sem gefa dýnu en einnig amma og afi í sumum tilfellum. „Stundum gefa foreldrar rúmið en aðrir slá saman í rúmgaflinn eða náttborð. Þetta er mismunandi og allt til í þessu,“ segir hún.

„Á þeim tíu árum sem Dorma hefur verið starfandi hefur hún vaxið í að verða ein af stærstu dýnuverslunum landsins. Við erum á fjórum stöðum á landinu, Holtagörðum, Smáratorgi, á Ísafirði og Akureyri. Í verslunum okkar er gríðarlega mikið úrval af dýnum við allra hæfi. Simba dýnurnar hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur en þær eru byltingarkenndar og ekki að ástæðulausu að þær voru valdar vara ársins í Bretlandi þar sem þær eru framleiddar. Við erum einnig með Dorma dýnur og amerískar springdýnur. Það er því úr miklu að velja hjá okkur. Vinsælt fermingarrúm með gormadýnu kostar á tilboði hjá okkur 55.920 krónur.

Í Dorma hefur verið lögð áhersla á gæðavöru á góðu verði. Hér getur fólk fengið nánast allt sem þarf í fallegt svefnherbergi. Má þar nefna fyrir utan rúm og dýnur gæðasængurföt frá Mistral Home sem eru á frábæru tilboði núna fyrir fermingarnar. Einnig verð ég að nefna lökin með aloe vera blöndu sem er yndislegt að sofa á. Þau eru silkimjúk og þægileg. Sumir segja að þau faðmi mann að sér. Rúmföt eru mjög vinsæl fermingargjöf og sömuleiðis rúmteppi,“ segir Svava og bendir á að aðrar gjafir eins og hringspeglar séu einnig vinsælir um þessar mundir ásamt hillum í herbergið. „Þá erum við með mikið úrval af sængum og koddum á breiðu verðbili, sem er afar vinsæl gjöf, falleg og hlý,“ greinir hún frá.

„Margir skoða úrvalið á netinu hjá okkur, Dorma.is, og koma svo til okkar og ganga frá kaupum eða öfugt. Það er auðvitað hægt að kaupa beint á netinu og við sendum um allt land. Þegar fólk kemur til okkar getum við hins vegar útskýrt fyrir því hvaða dýnur henta hverjum og einum en það er misjafnt. Við veitum persónulega og góða þjónustu,“ segir Svava og bendir á að þessa dagana séu mjög góð fermingartilboð í öllum verslunum Dorma.

Verslanir Dorma eru á Smáratorgi, í Holtasmára, á Ísafirði og Akureyri. Hægt er að skoða opnunartíma og símanúmer á vefsíðunni dorma.is.