Dekurpakkar og vellíðan er besta gjöfin. Það er dásamlegt að setja upplifun í öskju og gefa þeim sem þér þykir vænt um notalega stund. Það er tilvalið að gera sér dagamun í aðdraganda jólanna með því að skella sér í notalega dekurstund á Snyrtistofuna Ágústu í Faxafeni.

Augnháralenging er ein vinsælasta dekurmeðferðin sem við bjóðum upp á fyrir konur á öllum aldri.

Upplifun fyrir húð og huga

„Draumurinn er vinsæll dekurmeðferðarpakki þar sem markmiðið er að slaka vel á. Meðferðin hefst á notalegu baknuddi sem losar um þreytu og streitu. Andlitsmeðferðin er síðan valin með þarfir hvers og eins í huga; mild hreinsun, gott nudd á andlit, axlir og höfuð og nærandi súrefnismaski sem hefur endurnýjandi áhrif á húðina og hún verður silkimjúk og ljómandi.

Fótsnyrting er klassísk gjöf í jólapakkann og slær alltaf í gegn,“ segir Ágústa. „Fótsnyrting er nauðsynleg fyrir alla og það er mikilvægt að láta sér líða vel í fótunum á álagstímum. Meðferðin byrjar á notalegu fótabaði. Neglur eru klipptar og snyrtar og hörð húð á hælunum röspuð burt. Næst notum við milt og mjúkt kornakrem og pakkinn endar á dásamlegu fótanuddi. Á stofunni starfa snyrtifræðingar og tveir fótaaðgerðafræðingar og því erum við bæði með fótsnyrtingu og fótaaðgerðir,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir, eigandi snyrtistofunnar.

Fótaaðgerð er meðferð fótameina og unnin af fótaaðgerðafræðingi en fótsnyrting er fyrir heilbrigða fætur og unnin af snyrtifræðingi.

Augnháralengingar

„Augnháralenging er ein vinsælasta dekurmeðferðin sem við bjóðum upp á fyrir konur á öllum aldri. Stök augnhár eru límd á náttúrulegu augnhárin. Sveigja augnháranna, lögun og lengd er valin út frá því hvernig viðskiptavinurinn vill hafa þau. Útkoman er glæsileg og í kjölfarið minnkar öll fyrirhöfn við dag- eða kvöldförðun.

Hin glæsilega Katrín Garðarsdóttir kom í augnháralengingu á Snyrtistofuna Ágústu.
Eyþór Árnason

Augnháralenging endist í allt að 4-6 vikur, eftir því hvernig vöxturinn er á náttúrulegu augnhárunum sem límt er á. Þau endurnýjast á nokkra vikna fresti sem er ástæðan fyrir því að það þarf að koma í lagfæringu. Við mælum með að konur komi í lagfæringu á 2-3 vikna fresti. Fyrir þær sem eru með ljós augnhár litum við augnhárin áður en meðferð hefst og því er tilvalið að bóka líka í augabrúnalitun og plokkun svo augnumgjörðin verði falleg.

Augnháralengingar eru stórsniðugar fyrir jólahátíðirnar og með þau er maður enga stund að hafa sig til fyrir öll jólaboðin.“

Falleg augnhár gera mikið fyrir heildarútlitið og einfalda förðunina.
Augnháralengingin gerir augnumgjörðina glæsilega. Hárin eru valin út frá óskum viðskiptavinarins.
Eyþór Árnason

Mikil reynsla og þekking

Á snyrtistofunni starfa átta snyrtifræðingar sem búa yfir mikill reynslu og þekkingu. „Fyrir fjórum árum fluttum við í glæsilegt húsnæði að Faxafeni 5. Þar eru næg bílastæði og gott aðgengi fyrir viðskiptavini okkar. Við komum til móts við okkar viðskiptavini í desember og höfum aukið opnunartímann því það er vinsælt að gera vel við sig. Við bjóðum upp á allar helstu snyrtimeðferðir eins og háreyðingu, microblading sem er varanleg förðun í augabrúnir og á augnlínu, vax og margt fleira. Við hlökkum til að taka á móti okkar viðskiptavinum í desember.“

Nánari upplýsingar og tímapantanir á snyrtistofanagusta.is og í síma 552-9070.