Dekk1.is er stærsta dekkjanetverslun landsins. Við sérhæfum okkur í sölu dekkja á netinu og með beinni sölu í gegnum netið getum við boðið betra verð en almennt hefur þekkst hér á landi,“ upplýsir Davíð Snær Jónsson, framkvæmdastjóri Dekk1.is

Undanfarin átta ár hefur Dekk1 verið eingöngu netverslun, en í fyrra opnaði fyrirtækið dekkjaverkstæði að Funahöfða 6 í Reykjavík.

„Við fundum fyrir mikilli vöntun á ódýrari umfelgun og fengum margar fyrirspurnir um umfelgun samhliða því að geta keypt dekk á jafn hagstæðu verði og við bjóðum,“ greinir Davíð frá.

Á verkstæði Dekk1 á Funahöfða 6 er hægt að fá umfelgun á afar hagstæðum kjörum, eða frá aðeins 6.990 krónum.

„Okkar leiðarljós er að bjóða besta verðið á landinu og leggja þannig okkar af mörkum eftir langt og strembið Covid-tímabil. Í samstarfi við tímabókunarkerfið og -appið Noona geta viðskiptavinir okkar bókað tíma í umfelgun á snöggan og auðveldan hátt, sem og á heimasíðunni okkar Dekk1.‌is,“ útskýrir Davíð.

Einfalt, þægilegt og ódýrt

Með öflugri netverslun hefur Dekk1 einfaldað aðgengi viðskiptavina að vörunni sjálfri.

„Ferlið er mjög einfalt, þú einfaldlega slærð inn dekkjastærðina þína, setur dekkin í körfuna, gengur frá kaupunum og kemur síðan í umfelgun til okkar að Funahöfða 6 þegar þér hentar. Við sendum dekkin jafnframt hvert á land sem er, í samstarfi við Póstinn,“ upplýsir Davíð.

Dekkin sem fást á Dekk1.is eru frá öllum helstu dekkjaframleiðendum heims og allt eru það dekk sem reynast vel við íslenskar aðstæður.

„Við bjóðum upp á negld og ónegld vetrardekk, heilsársdekk og sumardekk af öllum helstu stærðum. HiFly-dekkin er flaggskip Dekk1.is. Við fluttum þau fyrst inn fyrir átta árum og hafa þau hlotið mikið lof viðskiptavina og eru mjög vinsæl meðal leigubílstjóra og hjá bílaleigum landsins,“ segir Davíð.

Áralöng þekking og reynsla

Þessa dagana er í nógu að snúast hjá Dekk1, enda er vetur konungur á leiðinni fyrsta vetrardag, 23. október.

„Dekkjatörnin er rosalega skemmtilegt tímabil hjá okkur,“ segir Davíð. „Við erum með mjög reynslumikið teymi, en meðfram dekkjasölunni rekum við einnig bílaleigu þar sem áralöng þekking á dekkjum, viðgerðum og dekkjaskiptum nýtist vel.“

Á Dekk1.is, sem er fyrsta dekkjanetverslun landsins og sú stærsta á Íslandi, fást yfir 1.200 mismunandi dekkjategundir og dekkjastærðir.

„Netverslun hefur verið í mikilli sókn hérlendis undanfarin ár, enda er mun auðveldara að panta sér dekk á netinu en nokkurn gæti grunað. Fyrir örfáum árum hefði þótt galin hugmynd að kaupa dekk undir fjölskyldubílinn á netinu og það tók tíma að koma á markaðinn með jafn nýstárlega hugmynd og þessa. Okkar styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið að geta boðið upp á mjög lága álagningu og með fjölbreyttu vöruúrvali og lægra verði skilar það sér beint í vasa neytenda,“ segir Davíð og nú geta allir drifið í því að setja vetrardekk undir bílinn.

„Við bjóðum upp á greiðslumáta sem hentar hverjum og einum. Hægt er að greiða með korti eða fá greiðsludreifingu í gegnum Borgun, Símann Pay, Netgíró og Pei í pöntunarferli á síðunni okkar. Það getur auðveldað mörgum útgjöldin.“ ■

Dekk1 er með verkstæði á Funahöfða 6 í Reykjavík. Opið frá klukkan 9 til 18 alla virka daga. Lokað um helgar. Nánari upplýsingar á dekk1.‌is, í síma 519 1516 og á netfanginu fyrirspurnir@dekk1.is

Fagmennska, mikil reynsla og þekking mætir viðskiptavinum Dekk1 á Funahöfða 6. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

30 daga skilafrestur á 2ja ára neytendaábyrgð

Verðvernd – alltaf ódýrari

Með verðvernd tryggjum við að þú fáir alltaf besta verðið á dekkjum hjá okkur. Ef svo ólíklega vill til að þú finnir betra verð á sambærilegri vöru hjá öðrum söluaðila á Íslandi innan sjö daga frá kaupdegi endurgreiðum við þér mismuninn og veitum þér að auka 10 prósent afslátt.

30 daga skilafrestur

Ef þú pantaðir vitlaust, líkar ekki varan eða ef eitthvað hefur breyst og þú þarft ekki lengur á vörunni að halda, getur þú einfaldlega skilað vörunni. Þú hefur 30 daga frá kaupdegi til að skila og getur þá fengið vöruna endurgreidda að fullu. Þetta er þó auðvitað háð því að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi.

2ja ára neytendaábyrgð

Allar okkar vörur bera 2ja ára neytendaábyrgð vegna framleiðslugalla. Ef svo ólíklega vill til að vörur frá okkur séu gallaðar bætum við viðskiptavinum það upp með nýrri alveg eins eða sambærilegri vöru.

Verð á dekkjaskiptum:

Umfelgun Fólksbíla 12″-13″ - 6.990 kr.
Umfelgun Fólksbíla 14″-15″ - 7.990 kr.
Umfelgun Fólksbíla 16″ - 8.990 kr.
Umfelgun Fólksbíla 17-18″ - 13.990 kr.
Umfelgun jepplinga og minni sendibíla til 17” - 13.990 kr.
Umfelgun jepplinga 18” - 15.990 kr.

Þann 18. október er von á fullum gámi af heilsársdekkjum og nagladekkjum sem verða sérmerkt á dekk1.is sem „Gámatilboð“.

Gámatilboð í október!

Þetta árið var ákveðið að fara nýjar leiðir til að geta boðið viðskiptavinum gæðadekk á enn betra verði. Við bjóðum viðskiptavinum að tryggja sér gæða vetrardekk á verði sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Dekkin koma til landsins 18. október og er um bæði heilsársdekk og nagladekk að ræða. Dekkin eru sérmerkt á síðunni okkar sem „Gámatilboð“.

Dekkin sem um ræðir eru HiFly. Það er tegund sem við höfum selt með frábærum árangri síðastliðin átta ár. HiFly er okkar allra vinsælasta tegund og ætti engan að undra því þar fara saman góð gæði og ótrúlegt verð.

Það er bæði ódýrt, traust og fljótlegt að láta Dekk1 sjá um umfelgun dekkja, og í hvívetna vandað til allra verk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Gott að vita um HiFly-dekkin

Betra grip tryggir betri akstursgæði

Undirstaða þess að tryggja stöðugleika bíls á veginum er að vera á góðum dekkjum. Við íslenskar aðstæður er mikilvægt að vera á traustum og góðum dekkjum. Gróft og djúpt munstur tryggir gott veggrip í öllum aðstæðum og góða vatnslosun í regni.

Stöðugleiki á íslenskum vegum

Öll vetrar- og heilsársdekk frá HiFly eru míkróskorin. Þegar dekk eru míkróskorin eru skornar fínar línur þvert yfir dekkið til að auka aksturseiginleika bílsins og auka veggrip í bleytu og hálku. Ásamt því eykur míkróskurður endingu dekkja.

Míkróskurður var fundinn upp af John Sipe, starfsmanni sláturhúss. Hann átti það til að detta á hausinn í vinnunni þegar gólfið var blautt og tók þá upp á því að míkróskera sólana á vinnuskóm sínum til auka grip skónna á gólfi sláturhússins.

Verksmiðjunelgd nagladekk

Dekkin koma verksmiðjunegld með finnskum gæða karbít-nöglum sem tryggja gott veggrip og góða endingu.

Um framleiðanda HiFly:

Shandong Changfeng Tires Co, Ltd. er framleiðandi HiFly-dekkjanna. Fyrirtækið er einn stærsti og virtasti dekkjaframleiðendi í Kína. Það var stofnað árið 1995 og er með meira en 10.000 starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið á í dag sex verksmiðjur í kínversku borgunum Dongying og Linyi í Shandong-héraði, með árlega framleiðslugetu upp á 36 milljónir dekkja.

Stofnun fyrirtækisins kemur til af þörfinni á að veita dekkjamarkaðnum endingargóð, áreiðanleg og hagkvæm dekk. Frá upphafi starfseminnar hefur fyrirtækið vaxið í eitt stærsta og traustasta nafn í dekkjaframleiðslu iðnaði Kína og á heimsvísu.

Af hverju mælum við með HiFly?

● Með beinum innflutningi getum við boðið verð sem ekki hefur sést áður á Íslandi.

● HiFly eru gæðadekk sem skarta öllum helstu gæðastöðlum: ISO 9001, ISO 9000, ISO 14001, ISO 14000, ISO 20000.

● HiFly-dekk hafa verið seld á Íslandi með frábærri reynslu í átta ár.

● Vinsæl dekk hjá leigubílstjórum landsins.

● Margar bílaleigur á Íslandi velja HiFly undir flotann sinn.

● 2 ára neytendaábyrgð, að sjálfsögðu.

● 30 daga skilafrestur, að sjálfsögðu.