Dekk1.is er ein stærsta dekkja netverslun landsins, en við sérhæfum okkur í sölu dekkja á netinu. Með beinni sölu í gegnum netið getum við boðið betra verð en almennt hefur þekkst hér á landi,“ segir Davíð Snær Jónsson, framkvæmdastjóri Dekk1. „Undanfarin sjö ár höfum við aðeins verið netverslun, en opnuðum nýverið dekkjaverkstæði í Reykjavík og Keflavík.

Opnun verkstæðanna kemur til vegna þess að við rekum einnig bílaleigu, en þar sem breyttar aðstæður komu upp í þeim rekstri sökum COVID-19 tókum við þá ákvörðun að ríða á vaðið og opna dekkjaverkstæðin tvö. Okkur finnst gaman að hafa nóg að gera,“ útskýrir Davíð.

Á verkstæðum Dekk1 er boðið upp á umfelgun á afar hægstæðum kjörum, frá aðeins 7.900 kr., en hugmyndin er að bjóða besta verðið á landinu.

„Á verkstæðum okkar bjóðum við umfelgun á afar hægstæðum kjörum, frá aðeins 7.900 kr. og höfum við lagt upp með að bjóða besta verðið á landinu og leggja þannig okkar af mörkum á þessum krefjandi tímum,“ segir Davíð. „Hjá okkur eru svo engar tímapantanir, heldur þarf bara að mæta.“

Netverslanir koma sér vel í COVID-19 og með öflugri netverslun einföldum við aðgengi viðskiptavina að vörunni sjálfri. Ferlið er mjög einfalt, þú slærð inn dekkjastærðina þína, setur dekkin í körfuna, gengur frá kaupunum og kemur síðan í umfelgun í Reykjavík eða Keflavík þegar þér hentar,“ útskýrir Davíð. „Við sendum einnig dekkin hvert á land sem er í samstarfi við Póstinn. Á dekkjaverkstæðum okkar höfum við svo líka lagt mikið upp úr sóttvörnum, tveggja metra reglan er í hávegum höfð og handspritt er á öllum borðum.

Dekkin okkar eru frá öllum helstu framleiðendum og reynast vel við íslenskar aðstæður. Við bjóðum upp á negld og ónegld vetrardekk, heilsársdekk og sumardekk í öllum helstu stærðum. Við höfum selt dekk á netinu í sjö ár og hefur þjónustan hlotið lof viðskiptavina okkar,“ segir Davíð.

Dekk1 leggur mikla áherslu á ánægju viðskiptavina og býður upp á verðvernd, 30 daga skilafrest, tveggja ára neytendaábyrgð og ýmsa greiðslumáta.

Verðvernd, skilafrestur og ábyrgð

„Við leggjum mikla áherslu á ánægju viðskiptavina okkar og tryggjum hana með ýmsum hætti,“ segir Davíð. „Með verðvernd okkar tryggjum við að þú fáir alltaf besta verðið hjá okkur. Ef svo ólíklega vill til að þú finnir betra verð á sambærilegri vöru hjá öðrum söluaðila á Íslandi innan sjö daga frá kaupdegi, endurgreiðum við þér mismuninn og veitum þér að auki 10% afslátt.

Ef þú pantaðir vitlausa vöru, líkar ekki varan, eða það hefur bara eitthvað breyst og þú þarft ekki lengur á henni að halda, getur þú einfaldlega skilað henni,“ segir Davíð. „Þú hefur 30 daga frá kaupdegi til að skila henni og getur þá fengið hana endurgreidda að fullu. Þetta er þó auðvitað háð því að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi.

Síðast en ekki síst bjóðum við upp á tveggja ára neytendaábyrgð á öllum okkar vörum vegna framleiðslugalla,“ segir Davíð. „Ef svo ólíklega vill til að vörur frá okkur eru gallaðar, bætum við viðskiptavinum okkar það upp með nýrri alveg eins eða sambærilegri vöru.

Við bjóðum svo upp á þann greiðslumáta sem þér hentar. Hægt er að greiða með korti, með millifærslu eða fá greiðsludreifingu í gegnum Borgun, Símann Pay, Netgíró, AUR og Pei í pöntunarferli á síðunni okkar. Þetta getur auðveldað mörgum útgjöldin,“ útskýrir Davíð.


Dekk1 er með verkstæði á Funahöfða 6 í Reykjavík og Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. Opið 09.00 - 18.00 alla virka daga. Lokað um helgar. Nánari upplýsingar: fyrirspurnir@dekk1.is, Sími: 519-1516, www.dekk1.is