Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu fyrir breiða línu alls kyns bifreiða og véla, en fyrirtækið selur líka ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum. Klettur rekur verkstæði, smurstöð og fleira í Klettagörðum og er með dekkjaverkstæði á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á góða og persónulega þjónustu.

Persónuleg þjónusta

„Hér hjá Kletti leggjum við okkur fram um að bjóða upp á mjög góða þjónustu og við viljum hafa þetta á persónulegu nótunum. Við gerum allt sem við getum fyrir kúnnann,“ segir Jóhann Thorleifsson, stöðvarstjóri á nýjasta verkstæði Kletts, sem er staðsett á Lynghálsi. „Við þjónustum alla, bæði fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Hjá Kletti er áhersla á mjög góða og persónulegu þjónustu.

Við erum með ýmsa fastakúnna en þeir sem koma af götunni fá sömu gæðaþjónustu og þeir sem eru á samningi,“ segir Jóhann. „Við gerum líka alltaf okkar besta til að redda fólki úr vandræðum og vera lausnamiðaðir. Ef einhver er til dæmis að fara eitthvað á haustin en þarf dekkjaskipti fyrst reynum við að koma viðkomandi að, jafnvel þó að það sé fullbókað.

Við vorum að opna hér á Lynghálsi núna í október og erum enn að koma okkur á kortið en það gengur vel. Það er mikið af fyrirtækjum hér í kring sem versla við okkur,“ segir Jóhann.

Dekk á breiðu verðbili

„Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af endingargóðum dekkjum frá fjölbreyttum framleiðendum á mjög breiðu verðbili. Við erum meðal annars með dekk frá Goodyear, Nexen, Sava og Hankook, þannig að við bjóðum bæði upp á þau allra fínustu og líka mjög góð ódýrari dekk fyrir þá sem hafa minna á milli handanna,“ segir Jóhann. „Þannig að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en það er hægt að skoða allt úrvalið á heimasíðunni okkar.

Klettur býður upp á gríðarlegt úrval af endingargóðum dekkjum frá fjölbreyttum framleiðendum á mjög breiðu verðbili.

Við bjóðum líka upp á dekkjahótel fyrir okkar viðskiptavini, þannig að þeir sem vilja geta geymt dekkin sín hjá okkur gegn vægu gjaldi,“ útskýrir Jóhann. „Þá er mjög þægilegt að panta bara tíma í dekkjaskipti og þá verða dekkin til reiðu þegar þú kemur. Þannig sleppur fólk við að burðast með þau niður í geymslu eða þurfa að finna einhvern annan stað fyrir þau.“


Nánari upplýsingar má finna á www.klettur.is.