„Nú þegar jólin nálgast eru margir farnir að huga að jólagjöfum fyrir sína nánustu,“ segir Hildur Þórðardóttir, verslunarstjóri Rúmföt.is. „Það þarf enginn að fara í jólaköttinn því við eigum jólagjafir handa öllum, rúmföt í öllum verðflokkum og framúrskarandi gæðum.“ segir hún.

Íslensk framleiðsla

Flaggskipið hjá Rúmföt.is eru sængurföt úr silkidamaski sem Margrét Guðlaugsdóttir saumar á staðnum, en hún saumaði áður fyrir Verið, Fatabúðina og fleiri verslanir. „Silkidamaskefnið okkar er 600 þráða úr hundrað prósent egypskri bómull sem er það besta á markaðnum. Því fleiri þræðir, því fínna er efnið, að því gefnu að bómullin sé hágæða,“ upplýsir Hildur og tyllir sér hjá Möggu saumakonu.

„Magga saumar þetta upp á gamla mátann með bendlaböndum og breiðum saumi í koddaverunum. Mynstrin eru alveg guðdómleg og hún hefur í raun ekki undan að sauma, því verin renna út eins og heitar lummur.“

Rúmföt.is er að Nýbýlavegi 28. Þar eru einnig seldar sérofnar svuntur. Hér má sjá Hildi til vinstri og Möggu til hægri skarta svuntunum sem kosta 3.400 kr.
Mynd/Aðsend.

Bara það besta

Í rúmfatnaðinn hjá Rúmföt.is er eingöngu notuð langþráða bómull. „Bæði silkidamaskið hjá okkur og satínið eru úr hundrað prósent bómull. Fólk heldur oft að silkidamask sé úr silki en svo er ekki. Hugtakið, eins og margir af eldri kynslóðinni þekkja það, lýsir hágæða damaski með silkikenndri áferð en tauið er oftast úr bómull.

Efnið er stundum einlitt með mynstri ofnu í og breytir um lit eftir því hvernig birtan fellur á það. Svo má líka snúa damaskinu við. Satín er aftur á móti með silkiáferð öðrum megin en matt á hinni hliðinni og því skiptir máli hvernig það snýr,“ útskýrir Hildur.

Silkidamaskið er stundum einlitt með mynstri ofnu í og breytir um lit eftir því hvernig birtan fellur á það. Hér má sjá svört og hvít slík rúmföt.
Mynd/Aðsend.

Landsins mesta úrval

Vinsælustu sængurfötin hjá Rúmföt.is eru úr 600 þráða satíni og koma í mörgum fallegum litum. „Ef svefnherbergið er litlaust má lífga upp á það með skemmtilegum rúmfötum. Það verður svo leiðigjarnt að hafa allt einlitt, þótt það sé í tísku. Það er gaman og jafnvel nauðsynlegt að setja falleg mynstur á rúmið fyrir jólin, í svartasta skammdeginu, þegar okkur vantar gleði og birtu.“

Úrvalið í Rúmföt.is er einstakt og þar má finna eitthvað fyrir alla. „Auðvitað getur verið erfitt að velja rúmföt fyrir aðra en þá er um að gera að velja eitthvað sem grípur augað, því það er ekkert mál að skipta. Síðan hafa gjafakortin okkar verið vinsæl fyrir fólk sem á erfitt með að ákveða sig. En það er ekki út af litlu úrvali heldur þvert á móti. Við erum með yfir 200 tegundir af rúmfötum og það er meira á leiðinni,“ segir Hildur.

Falleg og litrík mynstur lífga upp á svefnherbergið. Litrík rúmföt eru ómissandi í skammdeginu í aðdraganda jólanna.
Mynd/Aðsend.
Fallegt mynstur getur dimmu í dagsljós breytt. Verð 13.800 kr.
Mynd/Aðsend.

Ítölsk rúmföt og George Clooney

„Flest efnin sem við saumum sjálf úr koma frá færustu vefurum Ítalíu. Þau eru að lágmarki úr 600 þráða silkidamaski eða satíni og úr egypskri bómull. En sú bómull þykir vera ein sú besta þegar kemur að lúxus rúmfötum. Hins vegar er egypsk bómull ekki það sama og egypsk bómull og getur gæðamunurinn verið verulegur. Vefarinn sem útvegar okkur þessu fábæru efni er stórtækur á bómullarmarkaðnum. Hann safnar til mögru áranna þegar hægt er að kaupa góða bómull en bómullarplantan þarf rétt skilyrði til að verða sem best og þau eru ekki alltaf til staðar.

Við erum dáldið montin af því að við látum vefa fyrir okkur efni sem enginn annar er að selja rúmföt úr. Stundum hönnum við mynstrið í silkidamaskinu sjálf og síðan tekur Magga við og saumar þessi flottu rúmföt. En Magga er bara með tvær hendur og þarf að sofa. Þess vegna erum við líka í samstarfi við ítalska saumastofu sem saumar meðal annars rúmföt fyrir eitt dýrasta og flottasta hótel Ítalíu sem er frægt fyrir að vera uppáhaldshótelið hans George Clooney.“

Hágæða damaskrúmföt frá Ítalíu og Þýskalandi fást í versluninni.
Ernir
Baðslopparnir frá Rúmföt.is eru dúnmjúkir og hin fullkomna flík eftir gott bað.
Mynd/Aðsend.

Dúnmjúkir koddar og baðsloppar

„Síðan er gaman að segja frá því að við seljum frábæra þriggja laga kodda úr gæsadúni en þeir hafa slegið í gegn. Hjá okkur má líka finna sængurföt úr hundrað prósent Mulberry-silki sem hefur aðra eiginleika en egypska bómullin og fer einstaklega vel með hár og húð. Svo seljum við lök í flestum stærðum og vandaða baðsloppa sem mörg hótel hafa keypt og eru á mjög góðu verði,“ segir Hildur að lokum.

Rúmföt.is á Nýbýlavegi 28 er opin milli 12-17.30 virka daga og 11-15 laugardaga. Sími: 565 1025, rumfot.is.