Hevi Sugaring vörurnar fást nú á Íslandi, en stofnandi og eigandi Hevi Sugaring er hin danska Vivi Truelsen, sem prófaði sykurvaxmeðferð á snyrtistofu í fyrsta skipti árið 2011. Hún var mjög ánægð með meðferðina sem var mun sársaukaminni en með hefðbundnu vaxi og útkoman jafnframt mýkri og fallegri húð. Þar sem hún fékk ekki að kaupa sykurvax sjálf til að nota heima fyrir ákvað hún að taka málin í sínar hendur. Næstu ár fóru í að þróa uppskrift að sykurvaxi í samráði við snyrtifræðinga og aðra sérfræðinga og niðurstaðan er Hevi Sugaring háreyðingarvörur. Ísland er fjórða landið til að bjóða upp á vörur Hevi Sugaring, en fyrir eru þær einnig seldar í Þýskalandi og í Hollandi, auk heimalandsins Danmerkur.

„Ég kynntist Hevi Sugaring þegar ég var á ferðalagi í Danmörku og féll fyrir vaxinu sem var miklu þægilegra að eiga við en annað vax,“ segir Camilla Þórsdóttir sem notað hefur vörurnar frá Hevi Sugaring undanfarin fjögur ár. Hún lagði á sig að panta vörurnar að utan þar sem hún fann ekkert sykurvax hér á landi sem komst í hálfkvisti við Hevi Sugaring. „Ég varð glöð þegar ég sá að Hevi var komið til landsins og hef óspart mælt með vörunum við alla í kringum mig.“

Vivi Truelsen stofnaði fyrirtækið í eldhúsinu heima hjá sér og eyddi þremur árum í að þróa réttu uppskriftina að sykurvaxi. Vivi var valin frumkvöðull ársins 2018 í Danmörku. Saga hennar er ævintýri líkust. MYND/AÐSEND

Sykurvaxmeðferð er aldagömul og náttúruleg aðferð til að fjarlægja hár. Vaxið hjúpar eingöngu hárin en rífur ekki húðina og veldur því minni sársauka en þegar það er tekið með öðrum vaxtegundum. Hjá Hevi Sugaring eru eingöngu notuð náttúruleg og lífræn efni og vörurnar framleiddar með umhyggju fyrir umhverfinu. Öll framleiðsluvara Hevi Sugaring er Svansvottuð og viðurkennd af Asthma Allergy Nordic og ECOCERT. Það síðastnefnda er evrópskt umhverfismerki og ein virtasta alþjóðlega vottun heims. ECOCERT gerir strangar kröfur til framleiðslunnar og heimsækir Hevi Sugaring reglulega til að tryggja að unnið sé í samræmi við vottunina. Til þess að halda vottuninni frá ECOCERT þurfa til dæmis öll innihaldsefni vörunnar að vera framleidd á sjálfbæran hátt. Þá er Svanurinn opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eitt þekktasta neytendamerki hér á landi. Svansvottunin tryggir að vörurnar séu betri fyrir umhverfið og heilsuna og þess er gætt að þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð.

Auðveld og árangursrík háreyðing

Sykurvaxið frá Hevi Sugaring má nota á allar húðgerðir og alla hluta líkamans. Hreinu, náttúrulegu og lífrænu innihaldsefnin tryggja að fólk með ofnæmi og viðkvæma húð getur einnig notað sykurvaxið, jafnvel fólk með exem og psoriasis. Þá er sykurvaxið tilvalið fyrir viðkvæmari svæði líkamans, svo sem í kringum kynfæri. Háreyðingin skilur eftir sig slétta og silkimjúka húð og án ertingar. Háreyðingin er árangursrík og nægir að nota sykurvaxið á fjögurra til sex vikna fresti.

Hevi Sugaring vörur fást nú á Íslandi. Stofnandi og eigandi Hevi Sugaring er hin danska Vivi Truelsen. MYND/AÐSEND

„Mín reynsla af vörunum frá Hevi er mjög góð og nú vil ég helst ekki nota aðrar vörur en þeirra. Þetta eru mjög umhverfisvænar vörur, sem mér finnst gott að vita, og þá er þjónustan hjá þeim mjög góð. Ég fæ mínar pantanir fjótt og vel heim til mín,“ segir Camilla. Auk sykurvaxins býður Hevi Sugaring einnig upp á vörur undir heitinu Pure Benefit á borð við sykurskrúbb, lúxus aloe vera og rakagefandi líkamskrem. Sykurskrúbburinn inniheldur 100% lífræn efni. Í honum gefa kókosolía og jojobaolía raka og lífrænu sykurkornin eru svo fín að þau bráðna inn í húðina sem verður silkimjúk. Líkamskremið er samsett úr aloe vera og panthenol sem gefur húðinni raka og endurnærir. Lífræn makademíuolía mýkir svo og styrkir og viðheldur raka húðarinnar.

Þrátt fyrir að vörurnar frá Hevi Sugaring hafi aðeins verið fáanlegar hér á landi í nokkra mánuði skipta ánægðir viðskiptavinir nú hundruðum. „Gæði varanna, umhverfisvæn stefna fyrirtækisins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auðvitað sú staðreynd að hver sem er getur loksins vaxað sig auðveldlega heima hjá sér og náð árangri eins og á snyrtistofu, er ástæða þess að ég vel Hevi Sugaring,“ segir Camilla og bætir við: „Svo eru vörurnar einnig á mjög góðu verði.“

Á heimasíðunni hevi.is er hægt að panta fullkominn byrjunarpakka sem inniheldur tvær tegundir hitara, sykurvax, spaða, strimla, púður, aloe vera, sykurskrúbb og líkamskrem á aðeins 26.700 krónur og fá sent beint heim að dyrum. Þar má einnig panta einfaldari og ódýrari pakka og stakar vörur sem ekið er út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu. Þá má finna vörur Hevi Sugaring í Hagkaupverslunum í Smáralind, Skeifunni og á Akureyri.


Nánar má fræðast um Hevi Sugaring á vefsvæði fyrirtækisins, hevi.is, þar sem finna má allar vörur og ítarlegar leiðbeiningar um notkun á sykurvaxi á íslensku. Hevi Sugaring er einnig á Insta- gram og Facebook.

Sykurvaxið frá Hevi Sugaring er umhverfisvænt og auðvelt í meðförum. Kaupa má vaxið, rafmagnshitara og áfyllingar á hevi.is. MYND/AÐSEND