Margt er að gerast hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Á næstunni verða haldin grunnnámskeið í dáleiðslu, framhaldsnámskeið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun auk námskeiða í EMDR, sjálfsdáleiðslu og skírdreymi.

Ellefta árið í röð verða haldin grunnnámskeið í dáleiðslu og það næsta byrjar þann 11. febrúar. Síðan verður framhaldsnámskeið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun, námskeið í EMDR fyrir dáleiðendur og ekki síst námskeið í sjálfsdáleiðslu og skírdreymi (e. lucid dreaming).

Ingibergur Þorkelsson skólastjóri segir: „Námskeiðin okkar hafa þróast mjög mikið á þessum ellefu árum. Eftir að kennslubókin í Hugrænni endurforritun kom út haustið 2020 hefur framhaldsnámið orðið miklu öflugra og meirihluti nemenda hefur störf við meðferðardáleiðslu eftir útskrift, annað hvort í hlutastarfi eða fullu starfi. Árangur meðferðanna er ótrúlega góður og segja má að árangur náist í meðferð á flestu því sem hrjáir okkur mannfólkið.“

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

Aðspurður hvernig gangi í samkeppninni við aðra dáleiðsluskóla segir Ingibergur:

„Það er heiður að því að hafa sporgöngumenn. Það sýnir að við erum að gera rétt. Frá því við byrjuðum með okkar námskeið árið 2011 hafa fimm aðrir skólar verið stofnaðir. Fjórir þeirra eru hættir en einn er enn í gangi. Það er jákvætt að hafa samkeppni, heldur okkur við efnið og gefur fólki val. Varðandi valið væri rétt fyrir væntanlega nemendur að skoða árangur námsins. Hversu margir af útskrifuðum nemendum skólans starfa sem dáleiðendur? Er árangur af meðferðum birtur á síðu skólans? Einkunnarorð Silla og Valda geri ég að mínum fyrir hönd Dáleiðsluskóla Íslands: Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.”

Hægt að kenna þrátt fyrir Covid

Aðspurður um kennslu á Covid-tímum segir Ingibergur: „Þessi veira virðist ekki vera á förum. Við höfum lært að lifa með henni. Við notum hraðpróf fyrir hvern námskeiðshluta og förum eftir öllum sóttvarnareglum um bil milli nemenda, sótthreinsun og hólf. Ef þú ætlar að fresta öllu þangað til þessi faraldur er genginn yfir gætir þú þurft að bíða lengi. Við viljum frekar lifa núna.“

Hugræn endurforritun í útrás

Meðferðin sem Ingibergur kynnti í bók sinni Hugræn endurforritun er byggð á öðrum meðferðum, með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræðum. Niðurstaðan er heilsteypt meðferð sem hægt er að nota fyrir alla meðferðarþega. Ingibergur segir meðferðina einstaka og hvergi kennda utan Íslands.

„Ég þekki vel til hjá dáleiðsluskólum í Bretlandi og víðar í Evrópu sem og í Bandaríkjunum eftir að hafa unnið með Roy Hunter og dr. Edwin Yager að því að koma þeirra námskeiðum á framfæri. Ég hef kynnt meðferðina á nokkrum stöðum og viðtökurnar hafa verið framúrskarandi. Það er núna unnið að undirbúningi að þýðingu bókarinnar á ensku og þýsku og skólar í Bretlandi, Þýskalandi og Sviss ætla að taka upp kennslu í Hugrænni endurforritun á næsta ári og 2024. Þetta er virkilega skemmtileg framvinda mála,“ segir Ingibergur.

Sjálfsdáleiðsla og skírdreymi (lucid dreaming)

Eitt af námskeiðunum sem eru fram undan er námskeið í sjálfsdáleiðslu og skírdreymi.

„Þetta er afar merkilegt og skemmtilegt námskeið. Michał Cieślakowski, kennari námskeiðsins, er afar reyndur dáleiðandi þrátt fyrir ungan aldur, enda segir hann að dáleiðsla sé allt í senn, ástríða sín, áhugamál, atvinna og lífið sjálft. Óhætt er að segja að hann kenni af lífi og sál. Námskeiðið er kennt á ensku og hver mínúta er nýtt að fullu,“ segir Ingibergur

Námskeiðið er bæði fyrir dáleiðendur sem vilja ná lengra og fyrir allan almenning, þá sem vilja ná stjórn á lífi sínu í vöku og draumi. Námskeiðið stendur í tvo daga, 18. og 19. júní.

Klínískir dáleiðendur fyrir framan Ármúla 23. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR

Félag Klínískra dáleiðenda

Félagar í Félagi Klínískra dáleiðenda bjóða meðferðarþjónustu sem byggir á meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun. 20 klínískir dáleiðendur eru með stofur á 3 stöðum við Ármúla í Reykjavík en einnig eru starfsstöðvar víðar um borgina, á Akureyri, Egilsstöðum í Hveragerði og Reykanesbæ.

Hægt er að kynna sér þjónustuna og panta tíma á síðu félagsins https://dáleiðslufélagið.is

Hildur Salína er mjög ánægð með námið sem hún fór í. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

Dáleiðir nemendur sína í skólanum

Hildur Salína Ævarsdóttir er kennari við VMA – Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún er auk þess klínískur dáleiðandi sem tekur á móti skjólstæðingum sínum á stofu sinni á Akureyri.


„Ég byrjaði dáleiðslunámið haustið 2020 hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Ég sá fljótt að ég gat notað þessa þekkingu til að létta undir með nemendum mínum,“ segir Hildur Salína.

„Ég býð upp á hópdáleiðslu í skólanum. Nemendur einfaldlega elska þessar stundir og kalla mjög gjarnan eftir þeim. Með svona hópum vinn ég auðvitað á annan hátt en ég geri þegar ég er með einstakling en í grunninn er ég að nota sömu tækni. Það snýst um að koma hópnum niður í ró og gott slökunarástand. Nemendur koma gjarnan með kodda og teppi að heiman svo það fari vel um þá en annars notum við bara skólastofuna sem við erum í og þeir leggjast bara á gólfið eða út á tún ef veður leyfir,“ heldur hún áfram.

„Þegar ég hef náð þeim í ákveðið dáleiðsluástand vinn ég með að setja inn hjá þeim það sem við köllum dástikur en má líka kalla jákvæðar tillögur. Þegar þeir eru komnir í ró og slökun er mun auðveldara að komast að undirvitund þeirra og setja inn hjá þeim styrkjandi dástikur sem miða að því að auka sjálfstraust þeirra og draga úr kvíðavaldandi tilfinningum. Það geri ég með því að fá þá til þess að sjá sig í aðstæðum þar sem þeir eru öruggir og þeim líður vel með sjálfa sig og að láta þá upplifa að þeir eigi auðvelt með að sigrast á því sem þeir eru að fást við. Hvert og eitt sér sína mynd og setur sína túlkun á það sem ég segi við þau og gerir að sínum sigri,“ segir hún.

„Stundum förum við í það að hreinsa til og losa okkur við tilfinningar sem eru hamlandi fyrir okkur í daglegu lífi, þá upplifa þeir gjarnan mikinn létti eins og þeir hafi tekið af sér þungan bakpoka sem þeir hafa verið að burðast með. Eins kem ég gjarnan inn á það að auka svefngæði þeirra þar sem hvíldin er gríðarlega mikilvæg fyrir þá.“

Hún heldur áfram: „Mjög algengt er að fólk misskilji dáleiðslu og geri sér óraunhæfar hugmyndir um hana, haldi til dæmis að sá sem er dáleiddur sé nánast viljalaust verkfæri í höndum dáleiðandans, sem er alls ekki. Dáleiðsluþeginn er alltaf með meðvitund og er sá sem ræður ferðinni, hann getur til dæmis alltaf staðið upp og farið ef honum sýnist svo og aldrei er hægt að láta hann gera neitt sem hann ekki samþykkir sjálfur. Í rauninni er dáleiðsluástand fremur hversdagslegt fyrirbæri sem venjulegt fólk reynir á sjálfu sér, nánast daglega. Til dæmis erum við í ákveðnu dáleiðsluástandi rétt áður en við sofnum og þegar við vöknum. Dáleiðsluástand er í raun ekki annað en breytt vitund þar sem athyglinni er beint ákveðið að tilteknu atriði.“

Hildur Salína er mjög ánægð með námið sem hún fór í.

„Ég mæli með Dáleiðsluskóla Íslands því þar er kennslan mjög góð og eftirfylgni skólans alveg einstök. Við nemendur skólans finnum vel fyrir því að stjórnendum hans er annt um að okkur gangi vel og leggja sig vel fram við að fylgja okkur eftir og halda utan um starf okkar.“

Ragnheiður er þakklát fyrir að geta hjálpað öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

Árangurinn afar góður

Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir er klínískur dáleiðandi sem starfar á Akureyri. Hún lauk námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands haustið 2020.


„Ég var afar ánægð með námið og gat notað það fyrir sjálfa mig frá byrjun og að námi loknu fór ég strax að bjóða fólki upp á dáleiðslutíma. Síðan þá hefur fólk á öllum aldri leitað til mín, bæði konur og karlar og einnig hafa foreldrar leitað til mín með börnin sín. Það er margt og ólíkt sem getur hrjáð okkur mannfólkið og með dáleiðslu geta flestir fengið bót,“ segir Ragnheiður.

Spurð um árangurinn af starfinu segir hún: „Ég nota fyrst og fremst Hugræna endurforritun í mínum meðferðum. Árangurinn af starfi mínu hefur verið mjög góður á mörgum sviðum og það gleður mig afar mikið. Ég hef getað a

Hún heldur áfram: „Það er eiginlega sama hvað unnið er með, langflestir ná góðum árangri. Margir hafa getað bætt mataræði og breytt venjum, orðið bjartsýnni, jákvæðari og orkumeiri og getað bætt samskipti sín við aðra, öðlast aukið sjálfstraust og orðið sterkari persónur. Ýmsir þrálátir verkir minnka eða hverfa, svimi og þrálátur hósti hafa horfið. Fólk losnar við fælni svo sem sprautuhræðslu, bílhræðslu og fleira.“

Ragnheiður segir einnig að kvíðinn minnki eða hverfi, ofnæmi batni og áhrif eineltis minnki og hverfi.

„Ég er afskaplega þakklát og hugsa nánast um það á hverjum degi hvað ég er lánsöm að hafa fengið þessi verkfæri upp í hendurnar til að hjálpa öðrum.“ n