Árið 2021 verða liðin 25 ár frá því að Ecco hóf að hanna golfskó. Ecco vildi hanna golfskó sem væru þægilegir og spurðu hönnuðirnir sig hvers vegna golfskór væru oftar en ekki mjög stífir og óþægilegir.

„Á Ecco golfráðstefnu árið 2009 sá ég í fyrsta skiptið golfskó sem má segja að hafi verið byltingarkenndir. Þeir litu frekar út fyrir að vera sportskór en golfskór. Í stað þess að vera með skrúfaða lausa takka voru fastir takkar“ segir Adolf Óskarsson, vörustjóri Ecco hjá S4S.

„Á Masternum árið 2010 mætti Fred Couples í nýju takkalausu golfskónum, fór hring upp á 66 högg og allt varð vitlaust. Ekki var talað um annað en nýju skóna sem hann var í og það sokkalaus. Fred glímdi við eymsli í baki og lýsti því yfir að nýju skórnir væru eins og að labba á loftinu einu saman.“

Eftir Masterinn varð sprenging í sölu á skónum. 300 þúsund pör vantaði inn á Ameríkumarkað og það strax! Ecco framleiðir alla sína skó í eigin verksmiðjum. Þær eru fimm, með framleiðslugetu upp á 20 milljónir para á ári. Verksmiðjurnar voru fullbókaðar fyrir aðra framleiðslu og því erfitt að koma þessari aukalegu eftirspurn að.

Ecco hefur framleitt afmælisútgáfu af fyrstu skónum.

„Það kom ekki til greina að framleiða skóna annars staðar, þar sem Ecco er með gæðakerfi og vill hafa fulla stjórn á því sem fyrirtækið framleiðir. Fyrir vikið myndaðist mikil eftirspurn eftir golfskónum og þeir seldust á eBay fyrir allt að tíu sinnum hærra verð,“ útskýrir Adolf.

Síðastliðin tíu ár hefur verið stöðug þróun við hönnun á sólanum með það að markmiði að gera skóinn sem stöðugastan. Ecco býr yfir gríðarlegri þekkingu og tækni. Í nýjustu útfærslunni á sóla eru þrjú mismunandi efni í sama sólanum.

„Í dag eru 85 prósent af öllum seldum golfskóm takkalaus. Í tilefni af 10 ára afmæli takkalausu skónna hefur Ecco framleitt afmælisútgáfu af fyrstu skónum sem koma í næstu viku. Þeir verða í takmörkuðu upplagi, eru gríðarlega flottir og koma í vönduðum umbúðum,“ segir Adolf.

„Ég segi við alla að spara ekki þegar kemur að vali á golfskóm. Einn golfhringur er sirka tíu km ganga og þess vegna gríðarlega mikilvægt að vera í góðum skóm.“

Fred Couples í skónum góðu.