BYKO býður upp á glugga- og hurðalausnir fyrir íslenskar aðstæður sem henta öllum sem huga að framkvæmdum, hvort sem um ræðir nýbyggingar eða viðhald.

„Við bjóðum upp á glugga- og hurðalausnir fyrir allar gerðir húsnæðis um allt land og höfum selt BYKO-glugga í næstum 30 ár. Timbur- og álklæddir gluggar BYKO eru íslensk hönnun sem var áður framleidd á Íslandi undir ströngu eftirliti Nýsköpunarmiðstöðvar, verksmiðjan var flutt út til Lettlands árið 2003 og hefur stækkað þrisvar á síðustu fimm árum,“ segir Kjartan Long. „Hún er nú orðin mjög afkastamikil og við framleiðum glugga fyrir íslenskan, breskan og sænskan markað.“

„Einnig seljum við álgluggakerfi frá Reynaers og höfum gert í mörg ár, sérstaða okkar er að við vinnum beint með framleiðanda milliliðalaust,“ segir Þorsteinn Lárusson. „Reynaers er belgískt fyrirtæki sem framleiðir prófíla fyrir glugga og er eitt af allra stærstu merkjunum í þessum bransa á alþjóðavísu.“

„Þar sem við vinnum náið með Reynaers fáum við góðan tæknilegan stuðning frá þeim og getum látið þá sérsníða lausnir fyrir okkur,“ segir Þorsteinn. „Viðskiptavinir okkar fá því aðstoð við hönnun glugga- og hurðalausna í bygginguna og leitast er við að uppfylla hugmyndir hönnuða um útlit ásamt því að uppfylla þarfir eigenda og/eða notenda byggingarinnar.“

Nýjungar

„BYKO býður upp á aldamótaglugga fyrir friðuð hús sem er verið að gera upp, ásamt nýbyggingum sem eiga að líkja eftir aldamótahúsum,“ segir Kjartan.

„Við höfum einnig hafið sölu á Svarre gluggum sem eru uppbyggðir þannig að aðeins gler sést að utanverðu en hlýlegt timbur að innan. Glerið í þessum gluggum er þrefalt og það er með mjög hátt einangrunar- og hljóðvarnargildi,“ segir Kjartan.

Umhverfis- og gæðavottanir

Glugga- og hurðalausnir BYKO uppfylla reglugerðir, þær hafa CE-vottun, eru slagregnsprófaðar reglulega ásamt því að vera notaðar í verkefni sem uppfylla BREEAM- og Svansvottun.

„Við útvegum glugga- og hurðir sem uppfylla kröfur um Svans- og BREEAM-vottaðar byggingar. Eftirspurn eftir umhverfisvottunum hefur aukist og það hefur verið gaman að taka þátt í verkefnum sem eru að uppfylla þessar vottanir enda er það markmið BYKO að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum. Vistvænar byggingar eru það sem koma skal og innan fárra ára verða allar nýjar byggingar með einhvers konar umhverfisvottun,“ Segir Þorsteinn.

BYKO-menn ásamt Hjálmari Jónssyni, verkstjóra SG húsa, og Baldri Pálssyni, eiganda SG húsa, fyrir framan húseiningar úr timbri sem verða settar saman á verkstað og mynda fjölbýlishús fyrir Bjarg byggingarfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Við látum prófa gluggana reglulega og það er komin áratugareynsla á þá hér á Íslandi,“ segir Kjartan. „Starfsfólkið okkar hefur mikla þekkingu á vörunni ásamt því að vera í miklum tengslum við viðskiptavini varðandi ráðgjöf og þjónustu.“

Mikil uppbygging á Selfossi

„Um þessar mundir erum við erum meðal annars að útvega glugga í nokkur stór og smá verkefni á Selfossi,“ segir Kjartan. „Það er mikil uppbygging í gangi þar núna og meðal annars er verið að byggja mikið af sérbýlum og fjölbýlishúsum. Við erum að útvega mikið af byggingarefni í þessi verkefni, ásamt gluggum og hurðum. Þarna er verið að byrja á alveg nýju hverfi og meðal annars verið að reisa nýjan leikskóla og fjölbýlishús úr timbri fyrir Bjarg byggingarfélag.“

„Við höfum einnig þjónustað Eykt ehf. við byggingu hjúkrunarheimilis Árborgar sem er stórt verkefni fyrir sveitarfélagið,“ segir Þorsteinn. „Þetta er BREEAM-vottað verkefni og við erum í góðri samvinnu við verktakann varðandi lausnir í gluggum, bæði í ál- og timburgluggakerfum. Það er mikið að gerast á þessu svæði.“

Allt sem þarf á einum stað

„Við hvetjum þá sem eru í glugga- og hurðahugleiðingum til að leita til okkar, viðskiptavinir okkar eru bæði verktakar og einstaklingar og bjóðum við faglega ráðgjöf, vandaðar vörur og gott verð,“ segir Þorsteinn. „Við getum komið að hönnun hússins á frumstigi og aðstoðað við að velja þær gluggagerðir og útfærslur sem henta best og eru um leið hagkvæmastar hverju sinni.“

„Hjá okkur er hægt að fá nánast allt sem þarf varðandi glugga og hurðir, hér er mikil reynsla, við seljum gæðavörur sem henta íslenskum aðstæðum á góðu verði og eigum gott samstarf við framleiðendur,“ segir Kjartan. „Þannig að ef það á að fara út í framkvæmdir og fólk vill gera þetta rétt og á sem hagkvæmastan hátt er BYKO einfaldlega augljós kostur.

Nú er rétti tíminn til að panta fyrir sumarið og haustið. Það er um að gera að hafa samband sem fyrst til að fá nýja glugga í húsið fyrir veturinn,“ segir Kjartan að lokum.


Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: byko.is.