Hinn margrómaði bröns á Slippbarnum nýtur mikilla vinsælda og er meðal annars þekktur fyrir að með honum voru kynntar fyrir Íslendingum djúpsteiktar pylsur á priki. Hlaðborðið er einstaklega fjölbreytt og hentar jafnt yngri og eldri gestum. Dæmi um aðra rétti eru tómatsúpa með eldpipar, nýbökuðu brauði og pestó, flatbökur að hætti Slippbarsins, grænt heilsuskot, chili rækjur og vöfflur með sírópi, sultu og súkkulaðihnetusmjöri.

Boðið er upp á bröns allar helgar frá klukkan 12-15 og ekki væri verra að ljúka ljúffengri máltíð á Happy Hour Slippbarsins sem hefst alla daga klukkan 15 og stendur til klukkan 18.

Slippbarinn er einmitt fyrsti íslenski kokteilbarinn þar sem handverk í kringum kokteilagerð er í hávegum haft. Kokteilseðill sumarsins, Holy Horror, var kynntur á dögunum. Voru þar frumsýndir kokteilar eins og Expressocism, Raisin Hell og Soulstone. Seðillinn er teiknaður af Holy Hrafn.

Slippbarinn er þekktur fyrir glæsilega og góða kokteila.