Bókaþjóðin vill svo sannarlega fá bækur í jólagjöf. Það virðist ekki ætla að verða nein breyting þar á um þessi jól,“ segir Margrét Jóna Guðbergsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum Eymundsson.

Þar á bæ er jólabókaflóðið í algleymingi og hægt að gera fádæma góð kaup á jólabókum á Singles’ Day.

„Singles’ Day stækkar með hverju árinu sem líður og það er mikil aukning í bóksölu á vefnum okkar. Við verðum með mjög fjölbreytt úrval bóka á tilboði, eitthvað fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Jólabókasalan er komin á fullt og gengur mjög vel, fólk kaupir bækur fyrir sjálft sig og til gjafa,“ upplýsir Margrét.

Útgáfan er mjög sterk í ár og fjöldi titla svipaður og undanfarin ár.

„Íslensk skáldverk seljast sérstaklega vel. Prjóna- og handavinnubækur eru líka vinsælar og hafa verið undanfarna mánuði, og nokkrar nýjar og spennandi að koma út í þeim flokki. Það hefur líka verið mikil aukning í sölu á matreiðslubókum allt þetta ár, einnig sjálfsræktarbókum og kiljur seljast eins og heitar lummur, fólk bíður eftir nýjum bókum eftir uppáhalds höfundana sína,“ segir Margrét sem teflir fram spennandi og fjölbreyttum bókum í öllum flokkum á Singles’ Day.

„Nú þegar fólk er mikið heima er fátt betra en að hreiðra um sig með góða bók. Barna- og unglingabækur ganga mjög vel og útgáfa þeirra er gróskumikil. Fólk vill að börnin sín lesi og heldur að þeim bókum. Mikið er um léttlestrarbækur og þrauta- og verkefnabækur hvers konar hafa selst vel í samkomubanninu,“ upplýsir Margrét og ljóst er að gnægð spennandi bóka kemur út þessa dagana, úrval sem heillar alla aldurshópa.

„Ungmennabækur er flokkur sem stækkar á hverju ári. Það eru bækur sem brúa bilið á milli barna- og unglingabóka og svo fullorðinna og henta mjög breiðum hópi.“

Gullfallegur og snjóhvítur fugl frá Vitra fæst á sérstöku tilboði á Singles' Day á penninn.is.

Heimsfræg hönnun á tilboði

Tilboðsborð Pennans Eymundsson svigna af alls kyns freistandi varningi á Singles’ Day.

„Singles’ Day er einn af þeim dögum sem eru að festa sig í sessi á meðal Íslendinga. Viðskiptavinir nýta sér tilboðin hjá okkur, það er ekki spurning, og því ekki að dekra aðeins við sjálfan sig, kaupa sér eitthvað fallegt fyrir heimilið, eitthvað gott að lesa eða aðra afþreyingu til að njóta í vetur,“ segir Selma Rut Magnúsdóttir, vörustjóri gjafavöru hjá Pennanum Eymundsson.

„Á Singles’ Day nú verðum við með ómótstæðileg tilboð á hönnunarvörum frá Vitra, til dæmis snögunum Hang it All, hvíta fuglinum House Bird og bökkunum vinsælu Trays og S-tidy,“ upplýsir Selma um eitt af vinsælustu hönnunarmerkjum heims sem fæst í Pennanum Eymundsson.

„Þar til að kemur aftur að því að geta lagst í ferðalög um heiminn er tilvalið að láta sig dreyma eða skipuleggja næsta ferðalag með Here by me-pappahnettinum frá ítalska fyrirtækinu Palomar sem verður á tilboði,“ segir Selma.

Hún segir aldeilis hafa fjölgað í þeim hópi sem dundar sér við að púsla.

„Hægt er að fá púsl fyrir unga jafnt sem aldna og þeir sem eru langt komnir í púslinu kjósa stundum að púsla allt að 3.000 bita púsluspil. Við verðum með púslmottu á tilboði á Singles’ Day, hún er upprúllanleg og því einfalt að geyma hálfnað eða fullklárað púsl.“

Meðal tilboða Pennans á Singles’ Day eru líka minnis- og dagbækur frá Paperblanks.

„Við heyrum af því að margir kjósi að halda dagbók á þessum sérstöku tímum sem við lifum og Paperblanks-minnis- og dagbækurnar hafa verið geysivinsælar undanfarin ár, enda bæði vandaðar, fallegar og til í nokkrum stærðum. Er ekki líka alltaf skemmtilegra að punkta niður hjá sér í fallega bók,“ spyr Selma og hlakkar til dagsins.

„Allar þessar vörur má fá jafnt í verslunum Pennans Eymundsson og í vefversluninni penninn.is, en þangað liggur straumurinn einmitt í dag til að gera kaup ársins.“

Þegar heimsfaraldur kóróna­veirunnar kemur í veg fyrir heimshorna­flakk er gott að láta sig dreyma um lönd og höf með pappírs­hnettinum Here by me frá ítalska framleiðandanum Palomar.

Spennandi á Singles’ Day

Það er líf og fjör og mikill handagangur í öskjunni í vefverslun Pennans á Singles’ Day enda hægt að gera reyfarakaup með því að nýta sér freistandi tilboð á öllum mögulegu sem í búðunum okkar fæst, jafnt smávöru sem húsgögnum og frægri hönnunarvöru. Álagið á vefnum er sannarlega mikið á þessum vinsæla tilboðsdegi en við búum svo um hnútana að fólk verði þess ekki vart og geti skoðað sig um og gert sín innkaup í ró og næði og án alls hökts,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, vefstjóri Pennans Eymundsson.

Sturla hefur undanfarna daga undirbúið vefverslun Pennans fyrir Singles’ Day.

„Á Singles’ Day velja vörustjórar Pennans alls kyns spennandi vörur sem bjóðast á miklum afslætti og þá er hægt að fara inn á sérstakan Singles’ Day-stað í vefversluninni penninn.is. Vefverslunin uppfærist svo mörgum sinnum á dag, bæði forsíðan, vöruframboð og tilboð, en tæknin á bak við jafn fullkomna vefverslun og Pennans Eymundsson er jafn flókin og hún er skemmtileg,“ útskýrir Sturla.

Snaginn snjalli Hang it all frá Vitra er líka á frábæru tilboði á Singles' Day á penninn.is.

Frí heimsending fyrir 5.000 krónur og meira

Frí heimsending er til viðskiptavina Pennans sem kaupa fyrir 5.000 krónur eða meira, en það á þó ekki við um húsgögn.

„Ef lítið vantar upp á að innkaupin nái 5.000 krónum gefur vefverslunin til kynna að það vanti svolítið upp á til að fylla innkaupakörfuna svo frí heimsending náist og þá er hægt að kaupa sitthvað smálegt sem nýtist vel í heimilishaldinu, penna, post-it-miða eða hvað eina til að ná 5.000 króna upphæðinni sem skilar vörunum heim, sem er góður bónus sem mjög margir nýta sér,“ upplýsir Sturla.

Þeir sem njóta þess að gera innkaupin heima í stofu geta gert það hvaðanæva af landinu því netverslun Pennans er öllum aðgengileg og auðvelt að sækja varninginn í næstu verslanir Pennans Eymundsson sem finna má um land allt.

„Vefbúð Pennans er stútfull af skemmtilegum möguleikum sem ekki eru allir sýnilegir við fyrstu sýn. Til dæmis er leikur einn að finna það sem vantar hverju sinni með því einfaldlega að skrifa inn orð á leitarstrenginn, til dæmis orðið fugl. Þá koma upp leitarniðurstöður um allt sem við kemur fuglum innan Pennans, svo sem bækur um fugla, fuglapúsluspil, fuglaleikföng og hönnunarvöru frá Vitra, sem er fugl. Alls eru 20 þúsund virk vörunúmer í vefverslun Pennans, sem er ekkert smáræði, og fela í sér allt frá bókum og tímaritum yfir í ritföng, spil og leikföng, og svo húsmuni og gjafavöru fyrir heimilin og skrifstofuna, en úrvalið er slíkt að hvert mannsbarn getur fundið eitthvað sem freistar þess á penninn.is,“ segir Sturla.

Sturla Bjarki Hrafnsson er vefstjóri Pennans Eymundson.

Salan margfaldast á milli ára

Það er gaman að skoða sig um og velja sér hluti í innkaupakörfuna í vefverslun Pennans. Daglega breytast 30 vörunúmer á hverri sekúndu og sífellt bætast við nýjar vörur. Vefverslunin heldur svo utan um allar tímasetningar tilboða og birgðakerfi hennar getur séð birgðastöðu í hverri verslun fyrir sig og í gegnum hana tala allar búðir Pennans saman og gera vel við viðskiptavini.

Á hverjum degi koma yfir 7.000 viðskiptavinir með mismunandi IP-tölur í heimsókn á penninn.is.

„Á Singles’ Day í fyrra voru mest 3.000 gestir á sama tíma að skoða sig um og gera góð kaup. Margir koma aftur og aftur, eða 35 prósent þeirra sem komið hafa á vefinn síðastliðna tíu daga,“ upplýsir Sturla og býst við að enn fleiri en endranær noti tækifærið í ár til að gera jólainnkaupin og gera vel við sig í vefverslun Pennans á Singles’ Day.

„Salan hefur margfaldast á milli ára. Vegna COVID-19 hefur umferð í vefverslun Pennans aukist enn meir og voru heimsóknir í október nú 40 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra, og 18 prósent fleiri en í september síðastliðnum. Innkaup í vefverslun okkar hafa því stóraukist á milli ára og ofboðslega gaman að sjá ríkulegt vöruúrvalið sem greinilega heillar marga. Næstu skref hjá okkur verða svo að innleiða enn fleiri lausnir sem auka þjónustu og upplifun viðskiptavina þegar þeir nota þær lausnir sem vefurinn okkar býður upp á.“

Skoðaðu Singles’ Day-tilboð Pennans Eymundsson á penninn.is