Íslensk náttúra og menning einkennir hönnunina hjá Lín Design og áhersla er lögð á náttúruleg gæða efni sem endast. Rúmfötin okkar eru úr Pima bómull, Pima bómull er hágæða langþráða bómull, sem þýðir að hún er unnin úr fíngerðari plöntu, og er sterkari og mýkri en hefðbundin bómull. Rúmfötin gefa einstaklega góða öndun. Við leggjum einnig mikla áherslu á umhverfið og nýtingu og afhendum til að mynda rúmfötin í pakkningu sem nýtist áfram sem púðaver. Barnarúmfötunum er pakkað í dúkku/bangsa rúmföt í sama mynstri og rúmfötin og þá nýtast umbúðirnar áfram og börnin fá eins rúmföt fyrir dúkkuna eða bangsann. Við hugsum hlutina alltaf þannig að hægt sé að nýta þá áfram og notum ekki plast utan um vörurnar okkar,“ segir Ágústa einn af eigendum Lín Design.

Gæðin skipta máli

Við eyðum þriðjungi ævi okkar undir sæng og á því val á sængum og rúmfötum að snúast um gæði og náttúruleg efni sem endast,. Við eigum til að mynda frábær rúmföt úr Mulberry silki og tensel, ásamt bambus rúmfötum, einnig silkikoddaver úr Mulberry silki. Þetta er það flottasta á markaðnum og fer vel með húðina og hárið og vinnur með hitastigi líkamans.

Vistvænar RDS vottaðar andadúnssængur og koddar

Það sem skiptir mestu máli við val á dúnsængum er að sængin sé full af dúni, ekki fiðri, Dúnn er léttasta en jafnframt hlýjasta náttúrulega efni sem völ er á. Sængin á því að vera létt, hlý og rakadræg. Lín Design sængurnar eru fylltar með 100% andadúni sem er hreinsaður með hita engin kemísk efni eru notuð við hreinsunina. Utan um sængina eru mjúk bómull með góðri öndun, sængurnar eru hólfaðar niður í 24 hólf til að tryggja jafna hitajöfnun og að dúnninn færist ekki til. Til að koma í veg fyrir sængin færist til í sængurverinu þá eru lykkjur á öllum hornum á Lín Design sængunum og í sængurverunum eru bönd til að binda sængina, með þessu tryggir þú að sængurverið sé ekki laust inn í sænginni. Lín Design sængurnar eru OEKO-TEX® og RDS vottaðar

Heildstæð heimilislína fyrir þá sem vilja allt í stíl

Við notum mikið sömu liti í öll rými, til dæmis er hægt að velja rúmföt og handklæðalínu með sama munstri. Dúkar, teppi og púðar eru einnig í sömu litum og þá hægt að tengja borðstofu og stofu til að fá heildarmynd. Við erum einnig með sömu liti í rúmfötum og náttfötum, einnig púðum og rúmteppum. Við erum með marga liti og heila línu í hverjum lit. Einnig er hægt að fá sömu mynstur og liti í barna og fullorðinsrúmfötum

Verslanir Lín Design eru á Smáratorgi, Glerártorgi og www.lindesign.is. Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu úr vefverslun.