Lifrin er stærsti kirtill líkamans, hún gegnir yfir 100 mismunandi hlutverkum í líkamanum og er aðal efnaskiptalíffæri líkamans. Í raun er hún efnaverksmiðja sem starfar allan sólarhringinn því án hennar ætti engin brennsla sér stað í líkamanum. Að auki væri blóðrásin ekki eðlileg, hormónabúskapurinn færi úr jafnvægi, óhreinindi myndu safnast í blóði og ótalmargt fleira færi úr skorðum. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni.

Lífsstíll hefur áhrif

Það geta verið margar ástæður fyrir því að lifrin er ekki að virka eins og hún ætti að gera og fjölmargt í lífsstíl okkar sem getur haft áhrif þar á og ýtt undir fitusöfnun í lifur sem í daglegu tali kallast fitulifur. Fitulifur er hægt að laga og gott er að hafa í huga að það eru ákveðin matvæli sem ráðlegt er að neyta í hófi eða sleppa til að viðhalda heilbrigðri lifur, það eru til dæmis:

  • Áfengi og koffín
  • Unnin matvara og djúpsteiktur matur
  • Auka-/gerviefni
  • Sykraðir drykkir og snakk

Active Liver

Active Liver frá New Nordic er gríðarlega vinsæl vara og fjölmargir finna fyrir almennt betri líðan við inntöku. Eins og nafnið gefur til kynna eflir þetta bætiefni lifrarstarfsemi og getur aukin orka verið eitt af einkennum heilbrigðrar lifrar. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil og kólín sem stuðlar að:

  • Eðlilegum fituefnaskiptum
  • Eðlilegri starfsemi lifrar
  • Eðlilegum efnaskiptum er varða amínósýruna hómósystein

Að auki inniheldur Active Liver túrmerik og svartan pipar.

Auðveldara að halda mér í réttri þyngd

Jóna Hjálmarsdóttir sjúkraliði hefur lengi notað Active Liver: „Ég er mjög meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina. Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er gert úr náttúrulegum efnum. Ég fann fljótlega mun á orkunni og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill halda meltingunni góðri.“

Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og stórmarkaðir.