Mjúku pakkarnir frá Svefni & heilsu eru sívinsælir undir jólatréð hver jól enda innihalda þeir vandaðar og góðar vörur sem eiga það sameiginlegt að auka vellíðan okkar í svefnherberginu og gera herbergið um leið fallegra, segir Sigurður Matthíasson, forstjóri Svefns & heilsu.

„Við bjóðum upp á fjölbreytt vöruúrval allan ársins hring af rúmum og dýnum en fyrir jólin selst mest af sængurverasettum, koddum, sloppum, lökum, hlífðarlökum, handklæðum og rúmteppum enda vörur sem henta vel í jólapakkann fyrir fólk á öllum aldri.“

Vandyck lökin eru mjög vinsæl í jólapakkann.

Svefn & heilsa er með mikið úrval af sængurverasettum, um 150 tegundir frá fjórum vönduðum framleiðendum að sögn Sigurðar. „Við bjóðum upp á gæða-sængurverasett í alls kyns litum, mynstrum og stærðum.“

Gott úrval af sængurverasettum.

Lökin eru sívinsæl

Vinsælasta varan fyrir jólin að sögn Sigurðar eru lökin. „Svefn & heilsa býður upp hágæða teygjulök í mörgum skemmtilegum litum frá Vandyck. Þau eru gerð úr 95% bómull og eru með mjúkri aloe vera-áferð. Teygja er í kring svo lakið passi fullkomlega á dýnuna. Þessi lök eru straufrí og hlaupa ekki í þvotti.“

Fátt er mikilvægara fyrir góðan svefn en góð sæng og koddi og Svefn & heilsa býður upp á mjög gott úrval af báðum vörutegundum. „Hjá okkur má finna sængur úr íslenskri ull, andardúns- og gæsadúnssængur sem eru ýmist heilsárssængur eða vetrarsængur.

Koddarnir koma svo í ýmsum gerðum, til að mynda bjóðum við upp á heilsukodda frá Bodyprint sem styður vel við hálsinn, anda- og gæsadúnskodda og ullarkodda, auk sérstaks kælikodda en allt eru þetta vinsælar jólagjafir.“

Koddarnir frá Svefni & heilsu eru vinsælar jólagjafir.

Sloppur er sígild jólagjöf

Hlýr og fallegur sloppur er sígild jólagjöf en hjá Svefni & heilsu má finna mikið úrval af sloppum. „Þetta eru mjúkir og þægilegir sloppar og koma í mörgum skemmtilegum litum og gerðum, með eða án hettu. Fallegur sloppur er sannarlega góð jólagjöf sem lifir lengi.“

Svefn & heilsa er einnig með mikið úrval af fallegum rúmteppum sem setja skemmtilegan svip á svefnherbergið. „Rúmteppin okkar koma í mörgum litum og stærðum, stundum með koddum í stíl,“ segir Sigurður.

Sigurður Matthíasson við hliðina á NÓTT sem er ný Íslensk ullardýna.

Áralöng þjónusta

Svefn & heilsa býður sennilega upp á landsins mesta úrval af rúmum og dýnum enda sefur um fjórðungur landsmanna á dýnum frá versluninni samkvæmt könnun Gallup, segir Sigurður. „Við erum búin að þjónusta landsmenn lengi en sjálfur byrjaði ég að selja dýnur árið 1991. Svefn & heilsa var líka fyrsta verslunin til að bjóða upp á svokallaðar heilsudýnur sem í dag eru mjög vinsælar. Við bjóðum upp á úrval af heilsudýnum í mörgum verðflokkum.“

Sigurður vill meina að Svefn & heilsa sé ekki dýr verslun heldur bjóði hún upp á mjög góð rúm á góðu verði. „Sem dæmi er verð á heilsudýnu 90x200 frá 39.900 kr. Sjón er sögu ríkari og ég vil bara hvetja sem flesta til að kíkja til okkar á aðventunni og finna réttu jólagjöfina.“

Nánar á svefnogheilsa.is.