Stella Leifsdóttir hefur rekið verslunina Belladonna frá árinu 2004. Verslunin varð strax vinsæl enda býður hún fatnað sem hentar öllum konum, jafnt í vinnu sem betri klæðnað og yfirhafnir í stærðum frá 36-58. Stella segir að það séu miklar áskoranir í rekstri fataverslana um þessar mundir og hún hafi reynt að standast þá áskorun. „Margir vilja versla núna á netinu eingöngu og fá vöruna senda heim. Ég hef komið til móts við mína viðskiptavini með því að efla og bæta netverslunina okkar www.belladonna.is,“ segir hún. „Við erum með gríðarlegt úrval á netinu þótt enn sé meira úrval í versluninni í Skeifunni, en ég er með mörg þekkt og vinsæl vörumerki. Belladonna er ítalska og þýðir einfaldlega falleg kona, konur eru allar fallegar, hver á sinn hátt, þess vegna segjum við: Vertu þú sjálf, vertu Bella donna,“ segir hún.

Breytingar

Stella opnaði verslunina My Style Tískuhús í Holtasmára árið 2013. Sú verslun hefur einnig verið mjög vinsæl en núna í byrjun árs, þegar leigusamningurinn var að renna út ákvað Stella að sameina verslanirnar í Skeifunni 8 og reka eina öfluga netverslun sem býður upp á vörur frá báðum verslunum. „Nýja netverslunin er einföld í notkun og þar er mikið úrval fyrir allar konur. Viðskiptavinir okkar eru á breiðum aldri. Við erum með fjölbreytt vöruúrval og yfir 20 merki sem höfða til flestra. Stærðirnar eru á víðu bili svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Belladonna er með mjög fjölbreytt úrval af fallegum fatnaði fyrir konur. Nú streyma nýju litirnir inn í verslunina.

Spennandi nýjungar

„Nú er vor- og sumarlínan að koma inn með spennandi nýjungum. Við erum til dæmis með hinar mjög svo vinsælu Yest – Ornika Treggings sem eru buxur sem líkjast leggings í þægindum. Þær sem kaupa slíkar buxur einu sinni koma aftur og aftur,“ segir Stella og bætir við að núna þegar okkur er uppálagt að vera sem mest heima sé gott að láta hugann reika í netverslun og kaupa sér eitthvað fallegt. „Þótt Víðir segi að það sé allt í lagi að allir séu með ljótt hár eftir þetta samkomubann hefur Alma aldrei sagt að við ættum að vera illa klædd. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að huga að klæðaburði og láta sér líða vel. Enginn ætti að vera heima alla daga á náttfötunum,“ segir Stella og sannarlega er mikið til í þeim orðum.

Gott að gleðja sálina

„Það er svo gott að gleðja sálina með því að fá sér nýja flík, eitthvað nýtt og fallegt. Þótt við séum mikið heima þá er fjölskyldan með okkur. Konur mega ekki hætta að vera þær sjálfar, jafnvel þótt þær búi einar. Lífið mun halda áfram og gott að geta gripið í nýjar sumarvörur þegar allt lifnar við á ný. Núna er einmitt rétta tækifærið til að gleyma sér á netinu og versla heima,“ segir hún. „Til dæmis eru fallegir kjólar mikið í tísku núna og við erum með fjölbreytt úrval af þeim. Ég er með yfir tvö þúsund vörumerki og það er mun meira en við getum haft í netversluninni. Konur eru alltaf velkomnar til okkar í verslunina í Skeifunni til að skoða og máta. Við erum með venjulegan opnunartíma og tökum vel á móti viðskiptavinum okkar. Hjá okkur er veitt persónuleg og fagleg þjónusta,“ segir Stella.

Smart fatnaður þegar hitinn hækkar og sumarið gengur í garð.

„Það er hægt að dressa sig upp fyrir páskana, vorið og sumarið hjá okkur,“ bætir hún við. „Núna er allt í tísku, við erum að fá fallega ljósa liti, bleika og beige. Sömuleiðis eru alls konar falleg mynstur í tísku og það er töff að vera í þægilegum fötum, það þykir til dæmis flott að vera í strigaskóm við kjól,“ segir Stella en hún býður fjölbreytt úrval af skóm frá þekktum framleiðendum.

Vinsælu Yest – Ornika Treggings.

Alltaf opið í netverslun

Vörusendingar fyrir vorið og sumarið hætta ekki að berast þótt samkomubann ríki. Stella segist panta vörur með árs fyrirvara og hún fær aðeins fá eintök af hverri flík. „Sala í netversluninni hefur verið að aukast mikið undanfarnar vikur og við erum alltaf að bæta nýjum vörum inn á síðuna. Við höfum líka fundið fyrir að fólk vill gleðja vini og ættingja sem eru í sóttkví eða inni á stofnunum og mega ekki fá heimsóknir með því að panta og láta senda beint til þeirra. Það er ánægjulegt að fá óvæntan glaðning. Eins og staðan er núna, þá keyrum við vörur til viðtakanda á höfuðborgarsvæðinu og Pósturinn dreifir um landið fyrir okkur og er vonandi að standa sig vel í því,“ segir Stella. „Það er alltaf hægt að versla á netinu, jafnt um páska sem aðra daga.“

Opnunartími í versluninni Belladonna er 11-18 virka daga og 11-15 á laugardögum í Skeifunni 8, sími 517-6460. Belladonna er sömuleiðis á Facebook þar sem sjá má nýjungar í verslun facebook.com/VersluninBelladonna.

Glæsilegur sparikjóll í Belladonna.