„Við seljum þýskar gæsadúnsængur frá OBB sem er einn elsti og virtasti sængurframleiðandi Þýskalands. Þegar kemur að dúnsængum eru Þjóðverjar gríðarlega kröfuharðir og vilja aðeins það besta. Það eru mörg fyrirtæki að berjast um hylli kaupenda á þýska markaðnum og gæðakröfurnar eru mjög miklar,“ segir Hildur innan um ómótstæðilegar dúnsængur frá OBB.

„Aðrar búðir hér á Íslandi eru líka að selja þýskar sængur en þær passa sig bara á því að kaupa inn ódýrustu sængurnar þótt þær selji þær samt eins og um alvöru lúxusvöru sé að ræða. Það gerum við ekki. Við pöntum bara það flottasta sem til er. Sængur með 100 prósent gæsadúni af hvítum kanadagæsum og ytra byrði úr 460 þráða microsatíni með aloe vera-áferð sem gerir sængurnar enn þá mýkri og æðislegri,“ greinir Hildur frá.

Ómótstæðilegur rúmfatnaður með áprentuðu blómamynstri og úr 300 þráða bómullarsatíni sem heldur sér vel eftir marga þvotta og hnökrar ekki.

Handgerðar lúxus-sængur

Í sumar fóru Hildur og Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, í heimsókn til OBB í Þýskalandi.

„Þar fengum við að skoða alla verksmiðjuna og sjá hvernig sængurnar sem við seljum eru búnar til. Verksmiðjan var endurbyggð frá grunni eftir seinni heimsstyrjöldina og er gamli hlutinn allur frá þeim tíma. Samkvæmt sölustjóranum eru öll tækin líka jafn gömul en gera nákvæmlega sama gagn og ný tæki og eru betri í sumum tilvikum,“ segir Björn og heldur áfram:

„Sum tækin þarna í gamla hlutanum, sem flokka dúninn eða blanda honum saman eftir kúnstarinnar reglum, eru á stærð við lítil sumarhús. Í nýja hlutanum, sem er töluvert stærri, eru reyndar splunkunýjar græjur sem gera framleiðsluna sjálfvirkari en þar fer fram stærsti hluti framleiðslunnar. Í okkar tilviki, þegar við pöntum fáar sængur úr Black Forest-línunni, eru þær allar handgerðar frá a til ö í gamla hlutanum. Við erum því að bjóða Íslendingum upp á alvöru handgerðar lúxus-sængur upp á gamla mátann.“

Hjá Rúmföt.is fást dásamlega falleg og sérsaumuð barnasængurverasett í miklu úrvali fyrir hátíðarnar.

Himneskir koddar

Rúmföt.is selur einnig guðdómlega kodda sem fleyta hverjum og einum mjúklega inn í draumalandið.

„Við látum sérframleiða fyrir okkur alveg frábæra hágæða kodda í annarri verksmiðju. Þeir innihalda 100 prósent gæsadún og fíngerðar smáfjaðrir til að gefa réttan stuðning við háls og höfuð og eru þriggja laga. Smáfjaðrir eru í kjarnanum og síðan gæsadúnn næst höfðinu,“ útskýrir Björn og bætir við:

„Fólk hefur verið duglegt að hrósa okkur fyrir þessa kodda sem okkur finnst alltaf gaman.“

Perluhvítt og grátt er einstaklega fallegt saman og hér úr undurmjúku bómullarsatíni.
Gyllt bómullarsatín, undurfagurt og silkimjúkt á rúmin.

Ítalskir vefarar þeir flottustu

Björn segir hægt að kaupa rúmföt frá milljón framleiðendum en að enginn vefi jafn flott rúmföt og bestu vefarar Ítalíu.

„Það hef ég látið reyna á síðan ég byrjaði að flytja inn rúmföt fyrir fimmtán árum. Það er ekki bara það að bómullin sé í mjög háum gæðaflokki heldur getur maður valið munstrið sjálfur, hversu marga þræði maður vill og í hvaða lit. Ítölsku vefararnir gera allt fyrir mann og vefa þetta í litlu magni sem er ekki í boði annars staðar, til dæmis í Asíu. Ef maður vill kaupa 500 metra af svo dýru damaski frá Kína, þá er svarið alltaf það sama: Þú verður að kaupa 5.000 metra.“

Þegar þau Björn og Hildur voru búin að heimsækja OBB og rúmfataframleiðandann Curt Bauer í Þýskalandi var brunað til Ítalíu á 200 kílómetra hraða, sem þykir víst ekki mikið á þýsku hraðbrautunum.

„Við vörðum síðan heilum degi í að velja munstur og liti fyrir vetrarlínuna okkar sem er væntanleg mjög fljótlega,“ segir Björn.

Hér má sjá stórkostlega vél hjá þýsku sængurgerðinni OBB sem framleiðir lúxus-sængur upp á gamla mátann.

Þakklát fyrir viðtökurnar

Björn og Hildur eru þakklát fyrir viðtökurnar sem farið hafa fram úr björtustu vonum síðan búðin var opnuð.

„Það er ekki nóg að selja vandaða vöru á sanngjörnu verði. Þjónustan skiptir líka máli og að hafa gott viðmót. Mér leiðist alveg óskaplega að fara í búðir þar sem starfsfólkið nennir ekki að sinna manni. Einu sinni fór ég í bílaumboð og starfsmaðurinn faldi sig á bak við gardínu svo hann þyrfti ekki að afgreiða viðskiptavini. Það er ekkert svoleiðis hjá okkur. Við erum ekki einu sinni með gardínur,“ segir Björn glettinn.

Rúmfatnaður með sérofnu munstri úr ítölsku damaski.
Mildir, ljúfir litir og falleg munstur tryggja ljúfan svefn.

Jólagjafir fyrir þau sem eiga allt

Hágæða rúmföt eru fullkomin jólagjöf handa þeim sem eiga allt.

„Það er nefnilega mjög lítið úrval af hágæða rúmfötum til á Íslandi. Við í Rúmföt.is höfum breytt því og fólk getur keypt hina fullkomnu jólagjöf hjá okkur. Síðan er lítið mál að skipta eða gefa gjafakort. Við seljum einnig guðdómleg silkikoddaver, sloppa, franskar diskaþurrkur og svuntur, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Hildur, komin í jólaskap.

Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Sími 565 1025. Opið alla virka daga frá klukkan 12 til 17.30 og á laugardögum frá klukkan 11 til 15. Skoðið úrvalið á rumfot.is.

Stálgrá, röndótt rúmföt frá þýska gæðamerkinu Curt Bauer hitta í mark í jólapakkann. Munstrið er sígilt og rúmfötin vönduð og ákaflega góð viðkomu.