Að sögn Þórarins Gunnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Birgisson, verður mikið um að vera um helgina. „Aðventutilboð verður í gangi fram á mánudag þar sem við bjóðum 20% afslátt af parketi, flísum og hurðum og 40% afslátt af öllu undirlagi, listum og fylgihlutum,“ segir Þórarinn. „Að auki ætlum við að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land eða á næstu stöð Flytjanda,“ segir Þórarinn og bætir við að sendingarkostnaður á vörum út á land geti verið mikill. „Með þessu viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar á landsbyggðinni. Hægt er að fá sendar prufur út á land og afsláttur fæst gegn því að staðfesta pöntunina.“

Baðherbergið er hannað af Berg­lindi Berndsen. Flísategundin er Maps of Cerim hvítar.

Umhverfisvottaðar vörur

Þórarinn segir að verslunin sé stútfull af nýjum og glæsilegum vörum. „Við erum með góða og aðgengilega netsíðu. Ef fólk vill frekari upplýsingar er hægt að hringja eða hafa samband við okkur í gegnum birgisson@birgisson.is. Hjá Birgisson er eitthvert mesta úrval landsins af parketi frá viðurkenndum framleiðendum sem hafa verið hér á markaði í langan tíma.

Við höfum lagt áherslu á að hafa allar okkar vörur umhverfisvottaðar og höfum tekið þátt í verkefnum varðandi það. Við reynum að leggja okkar af mörkum í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, þetta gerum við meðal annars með flokkun á úrgangi og með því að koma öllu okkar plasti í endurvinnslu hjá Pure North Recycling í Hveragerði,“ segir Þórarinn.

„Við finnum vel fyrir auknum kröfum um að vörur og framleiðsla séu umhverfisvænar. Allt okkar harðparket er vottað með bláa englinum og viðarparketið er Svansvottað,“ segir hann. „Umhverfismál eru í brennidepli í allri okkar vinnslu. Við höfum sömuleiðis lagt ríka áherslu á gott, hljóðdempandi undirlag undir gólfefni. Nýbreytni hjá okkur í þeim efnum er umhverfisvottuð framleiðsla á undirlagi.“

Hvíttuð eik frá Kährs og fallegt parket með síldar­beinamunstri.

Gæðavörur og þjónusta

Starfsmenn Birgisson eru stoltir af því að tilheyra þeim 2% fyrirtækja hérlendis sem eru Framúrskarandi fyrirtæki, samkvæmt greiningu Creditinfo, en fyrirtækið hefur verið í þeim flokki síðan árið 2016. Auk þess hefur Birgisson verið á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, frá árinu 2017.

Hjá Birgisson er fagmennskan í fyrirrúmi, mikil þekking og reynsla. Verslunin er sérhæfð í sölu á gólfefnum og hurðum. Birgisson er í Ármúla 8. Sími: 516 0600. Netfang: birgisson@birgisson.is. Sjá nánar á birgisson.is.

Í verslun Birgisson í Ármúla er hægt að skoða úrvalið af parketi og flísum.