Fyrst og fremst fer það eftir því hvort fólk er að leita að lýsingu, útliti eða blöndu af hvoru tveggja,“ segir Stefán. Oft þurfi ekki mikla fyrirhöfn og geta smávægilegar breytingar haft umtalsverð áhrif á útlit og hlutverk ljósa. „En það sem flestir sjá ekki er að með því að skipta út perunni í gamla ljósinu með fallegri skrautperu er hægt að gjörbreyta ljósinu í fallegra nútímalegra ljós.“

Áherslurnar séu að vissu leyti þær sömu hvað útiljós varðar, en þó eru fleiri atriði sem taka þurfi inn í myndina. „Útiljósin eru svipuð en þar þarf fólk líka að pæla í gæðum og þoli,“ útskýrir Stefán. „Útlit á ljósinu sjálfu skiptir minna máli en það hvernig lýsingin birtist skiptir meira máli.“

Kjörið fyrir íslenskar og krefjandi aðstæður

Þá er ljósadeild BYKO einnig með á boðstólum ljós sem framleidd eru hér á landi og henta sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. „Ljósin sem BYKO býður upp á í sérsmíði koma frá Stansverk sem er íslenskt, og við höfum verið með vörur frá þeim í mörg ár, og erum komin með góða reynslu af þeim, bæði í endingu og útliti,“ útskýrir Stefán. „Ljósin frá honum eru úr áli og eru pólýhúðuð, sem gera þau fullkomin fyrir íslenskar aðstæður, og verndar þau bæði fyrir veðri og saltvatni. Við erum líka með inniljós frá honum sem hafa verið mjög vinsæl í gegnum árin.“

Viðskiptavinir BYKO eru með ýmsar óskir í þeim efnum. „Til dæmis eru margir að leita sér að ljósi sem skín bæði upp og niður sem getur gefið mjög opið útlit,“ segir Stefán. „Í inniljósunum er svo mikið um opin ljós sem bjóða upp á fallegar perur og opna birtu.“

Snjallar lausnir sem stuðla að auknu öryggi heimila

„Snjallkerfið frá Robus Connect er mjög þægilegt bæði í uppsetningu og notkun, enginn hub, ekkert vesen,“ segir Stefán. „Möguleikarnir sem fylgja kerfinu eru, eins og í flestum öðrum snjallkerfum, til dæmis að slökkva, kveikja og dimma lýsingu, en snjallkerfið frá Robus býður einnig upp á viðbótarvalmöguleika sem gerir notanda kleift að stýra kerfinu annars staðar frá.“

„Einn helsti kostur kerfisins svo sá að auðvelt er að tengja það við önnur kerfi.“ Kerfið er að auki einfalt í notkun og tryggir öryggi, jafnvel úr fjarlægð. „Eina sem þarf til að stýra kerfinu er netsamband, þannig að þú getur verið úti og stjórnað lýsingunni heima án vandræða.“

Snjallkerfið minnir nánast á hina sígildu Home Alone þar sem aðalpersónan verst innbrotsþjófum með ýmsum leiðum. „Einnig er hægt að nota dagatal til að breyta lýsingunni og stilla kerfið þannig að ef þú ert til dæmis að fara úr bænum, geturðu látið líta út eins og einhver sé heima,“ segir Stefán. „Svo geturðu tengt ljósin við veðurspána, ef þú vilt til að mynda að ljósin blikki þegar á að snjóa eða rigna þá veistu af því áður en þú labbar út um dyrnar.“

Led-borðarnir vinsælir

„Þá er BYKO líka með mikið úrval Led ljósa, bæði innandyra- og utandyra,“ segir Stefán. „Led borðarnir sem við erum að bjóða upp á eru af tveimur gerðum, annars vegar þeir sem koma í föstum lengjum og hins vegar þeir sem við seljum í metratali.“ Meira sé um þá síðarnefndu. „Við leggjum mikla áherslu á metravöruna vegna þess hversu mikla möguleika þeir bjóða upp á, hægt er að velja borða sem ýmist gefa góða lýsingu eða örlítið daufari og eru meira hugsaðir sem skraut eða fyrir aukalýsingu.“

„Borðarnir sem við erum með í metratali koma frá Robus og er hægt að tengja þá alla við snjallkerfið frá Robus Connect,“ segir hann. „Borðarnir eru rosalega vinsælir akkúrat núna, líka fyrir krakka sem skraut inni hjá sér, í fellihýsin, hjá bílaunnendum sem nota þá til að lýsa upp bílinn að innan og auðvitað bara sem almenn lýsing fyrir heimili, bæði innan- og utandyra.“

„Við hjá BYKO bjóðum líka upp á heildarlausnir og leggjum ríka áherslu á stöðugar nýjungar,“ segir Stefán. Þá er sérstök athygli vakin á vefverslun BYKO, www.byko.is, þar sem hægt er að skoða fjölbreytt úrval af inni- og útiljósum.

Stefán Óli Long, ráðgjafi í ljósadeild BYKO, segir Led-borða og skrautperur njóta mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI