Handboltamaðurinn Alexander Petersson notar kollagenduft og Joint Rewind-hylkin frá Feel Iceland og segir að þau eigi þátt í því að hann hefur getað haldið íþróttaferli sínum áfram eins lengi og raun ber vitni, en hann er enn að keppa sem atvinnumaður í Þýskalandi þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs gamall.

Alexander fæddist í Riga í Lettlandi og flutti til Íslands þegar hann var 18 ára til að láta draum sinn um að verða atvinnumaður í handbolta verða að veruleika.

„Ég vildi gerast atvinnumaður en það eru fáir sem að stunda handbolta í Lettlandi og ég átti í erfiðleikum með að finna gott lið. Það var stórt skref að komast til Íslands, ég var búinn að sjá landsliðið keppa á stórmótum og heyra góða hluti um deildina, yngri leikmenn væru góðir og að það væri gott að vera á Íslandi,“ segir hann.

Íslendingar æfa mikið

Alexander fékk samning hjá þýsku liði árið 2003, fimm árum eftir að hann flutti til Íslands. Hann hefur nú búið í Þýskalandi í 18 ár. Hann segir að það hafi verið töluverð viðbrigði að koma þangað.

„Það er gott að vinna sem atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi. Þú getur lifað á því og það er töluvert einfaldara að spila hér en á Íslandi,“ segir hann. „Íslendingar æfa mikið í öllum íþróttum, mun meira en atvinnumenn æfa hér og eru kannski að taka tvær æfingar á dag á meðan þeir eru í fullri vinnu og með fjölskyldu í ofanálag, jafnvel án þess að fá greitt fyrir það.

Alexander segir að silfrið á Ólympíuleikunum 2008 hafi líklega verið hápunkturinn á ferlinum með íslenska landsliðinu, en að bronsverðlaunin á EM 2010 standi líka upp úr. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

Æfingar eru í lágmarki, veðrið er gott og það er allt skemmtilegt við að vera hérna segir Alexander. „Mér finnst gott að búa hér og tók konuna mína með á sínum tíma. Við erum búin að koma upp fjölskyldu og vera ánægð hérna allan þennan tíma.“

Frábær meðbyr frá Íslandi

Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2003 og byrjaði að keppa fyrir íslenska landsliðið árið 2005.

„Þegar mér bauðst að keppa með íslenska landsliðinu var ég ekki í vafa, því ég vildi keppa fyrir Ísland og það var frábært að komast með landsliðinu út á stórmót og keppa á evrópskum vettvangi,“ segir Alexander. „Þegar ég var í landsliðinu náðum við mjög góðum árangri, en silfrið á Ólympíuleikunum 2008 var líklega hápunkturinn. Bronsverðlaunin á EM 2010 standa líka upp úr.

Það er líka frábært að finna alltaf hvað allt Ísland er með okkur, það hefur alltaf hvatt mig til að gefa meira og meira. Það eru allir að fylgjast með og allir í liðinu fá meðbyr,“ útskýrir Alexander. „Þetta hjálpaði mér líka að vera alltaf í toppformi og gefa allt í Þýskalandi, því ég veit að Íslendingarnir eru alltaf að fylgjast með. Svo er líka geggjað að koma til Íslands, því það eru allir svo góðir og jákvæðir í minn garð.“

Fjölskyldan skiptir öllu

Alexander byrjaði í atvinnumennsku 18 ára gamall og er nú 41 árs, svo hann hefur átt 23 ára feril, sem er langur tími í svona hörkuíþrótt.

„Ég held að ég hafi verið heppinn að skrokkurinn hafi haldið. Maður lærir líka alltaf mikið um líkamann og hvernig á að sjá um sig, æfa, borða, sofa og koma sér aftur í form þegar maður meiðist,“ segir hann. „Ég hef lagt mig fram við að gera sífellt betur, en ég er líka búinn að vinna mikið í því að viðhalda mér í góðu formi.

Alexander tekur inn kollagenduftið og Joint Rewind- hylkin frá Feel Iceland á hverjum einasta morgni. mynd/aðsend

Ég fékk menningarsjokk þegar ég kom fyrst til Íslands. Þar lærði ég að æfa mikið og gefa alltaf allt í íþróttina og svo hélt ég áfram að læra í Þýskalandi um meiðsli, mataræði, svefn og allt það,“ segir Alexander. „Svo hefur konan mín að sjálfsögðu hjálpað mér mjög mikið. Hún var ólétt þegar við fórum til Þýskalands og það er mjög gott að hafa gott bakland. Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa réttu manneskjuna með sér, ég hefði aldrei náð jafn langt án konunnar minnar og barnanna.“

Léttari á sér og líkaminn tilbúinn í meiri átök

Alexander tekur inn kollagenduftið og Joint Rewind-hylkin frá Feel Iceland á hverjum einasta morgni og tekur þessi efni með sér hvert sem hann fer.

„Ég tek hylkin og set kollagenið út í kaffið á hverjum morgni. Ég byrjaði að taka þessi fæðubótarefni fyrir tveimur árum. Ég tek ýmiss konar fæðubótarefni og er alltaf að reyna að finna eitthvað nýtt sem hjálpar mér,“ segir hann.

„Það tók smá tíma að finna einhvern mun á líkamanum. Ég hef trú á þessu og mér finnst ég almennt léttari á mér,“ segir Alexander. „Ég hef líka getað haldið áfram að spila og æfa með atvinnumönnum í háum gæðaflokki í langan tíma og þetta hlýtur að koma að gagni við að styrkja liði og hægja á öldrun þeirra, sem hjálpar mér að vera lengur í atvinnumennskunni. Mér líður líka betur en áður, sem er kannski af því að ég spila minna, en kannski var það líka þetta sem varð til þess að ég gat farið aftur í landsliðið þegar ég var 40 ára, að skrokkurinn var tilbúinn í meiri átök. Það er erfitt að segja, ég lifi eins og íþróttamaður og það er margt sem hjálpast að.

Ég mæli með kollagenfæðubótarefnunum frá Feel Iceland. Ég hef séð íþróttafólk taka þetta inn og ég veit að þetta hefur hjálpað mörgum. Það eru allir ánægðir með kollagenið og það er ég líka. Ég er ánægður með vörurnar og þær hafa án efa hjálpað mér að eiga svona langan feril,“ segir Alexander að lokum. ■


Feel Iceland vörurnar fást meðal annars á eftirtöldum stöðum: Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyfjum og heilsu, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Apótekaranum, Fríhöfninni, Jurtaapótekinu, Krónunni og Nettó. Nánar á feeliceland.com.