Forsagan er að Adonis Johnson kynntist aldrei föður sínum, hinum þekkta hnefaleikakappa Apollo Creed, þar sem hann dó í hringnum. En Adonis er með hnefaleikana í blóðinu og fær Rocky Balboa til að þjálfa sig. Rocky Balboa er leikinn af Sylvester Stallone í fyrstu tveimur Creed-myndunum, en þriðja myndin er sú fyrsta í röð Rocky-kvikmyndanna þar sem Sylvester Stallone fer ekki með hlutverk.

Í upphafi Creed III hefur Adonis Creed náð á toppinn í hnefaleikunum, ferill hans hefur gengið vel og fjölskyldulífið er í blóma. En þá kemur æskuvinur hans og fyrrverandi hnefaleikastjarna, Damian, aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist. Damian vill sýna og sanna að hann eigi afturkvæmt í hringinn. Átök fyrrverandi vinanna snúast um meira en bardagann einan. Til að leiða málið ti lykta þarf Adonis að leggja framtíðina að veði og berjast við Damian – sem hefur engu að tapa.

Í myndinni mætast menn sem valið hafa ólíka leið í lífinu í sama hringnum. Með því að láta persónurnar horfast í augu við ágreiningsmál sín vill leikstjórinn endurspegla þær lexíur sem lífið hefur kennt honum sjálfum. Eins vildi hann taka á málum eins og eitraðri karlmennsku og velta upp spurningunni: Hvað gerist ef þú horfist ekki í augu við fortíðina?

Frumsýnd 3. mars 2023

Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Tessa Thompson, Jonathan Majors, Wood Harris, Mila Davis-Kent og Florian Munteanu.

Handrit: Keegan Coogler og Zach Baylin Leikstjórn: Michael B. Jordan.

Bönnuð innan 12 ára

Sambíóin og Smárabíó