Sólning býður upp á fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu með fullkomnum tækjabúnaði og rekur dekkjaverkstæði á fjórum stöðum; á Smiðjuvegi 34 í Kópavogi, í Skútuvogi 2 í Reykjavík, í Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði og á Fitjabraut í Njarðvík.

„Síðustu daga hefur verið heilmikið að gera vegna dekkjaskipta landans og til að mæta eftirspurninni tvöföldum við starfsmannafjölda okkar þessa dagana,“ segir Aron Elfar Jónsson, framkvæmdastjóri Sólningar. „Sólning er með gríðarlega reynslumikla starfsmenn í þessum bransa sem hafa flestir starfað í þessu fagi í áraraðir og við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð.“

Allar gerðir dekkja

„Við eigum fjöldann allan af dekkjum undir alla bíla í góðum gæðum og á mjög flottum verðum,“ segir Aron. „Við bjóðum meðal annars upp á Hankook dekk, sem hafa verið í gríðarlegri þróun síðustu ár, en þau hafa verið að keppa við flottustu merkin, þrátt fyrir það að vera áberandi ódýrari. Einnig erum við með Nexen dekk, sem voru upphaflega hönnuð fyrir Porsche bifreiðar. Það eru gríðarlega flott dekk sem eru líka á góðum verðum.

Sólning er með fjöldann allan af dekkjum undir alla bíla í góðum gæðum og á mjög góðum verðum. Þar er bæði hægt að fá dekk í ódýrari kantinum og það allra flottasta á markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Nýlega fórum við svo að bjóða upp á amerísk dekk frá Goodyear, sem er það allra flottasta á markaðnum í dag,“ segir Aron. „En við bjóðum líka upp á fjöldann allan af ódýrari kostum í dekkjum.“

Stafræn röð á netinu

„Við höfum lagt upp með það að sleppa því að hafa tímapantanir, þar sem flestir okkar kúnnar vilja komast að samdægurs,“ segir Aron. „Á Smiðjuveginum erum við með númerakerfi sem við vörpum inn á heimasíðuna okkar, solning.is. Þú þarft að koma til okkar og sækja þér númer í röðina en svo geturðu skotist frá ef þú þarft eitthvað að stússast og getur einfaldlega fylgst með stöðunni á röðinni í símanum. Á hinum stöðunum erum við svo einfaldlega með klassískar biðraðir.

Við pössum rosa vel að fylgja öllum fyrirmælum sóttvarnalæknis á öllum okkar verkstæðum og höfum sett upp gler fyrir framan starfsmenn í afgreiðslum og erum að sjálfsögðu með spritt við posa og aðra snertifleti,“ útskýrir Aron.

Fjölbreytt þjónusta

Sólning býður upp á ýmsa auka þjónustu fyrir utan dekkjaskiptin.

„Dekkjageymsla eða dekkjahótel er einnig hluti af okkar þjónustu og við bjóðum fólki upp á að geyma dekkin hjá okkur á milli dekkjaskipta,“ segir Aron.

„Svo höfum við einnig til taks fullkomna hjólastillingarbekki á verkstæðum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun,“ útskýrir Aron. „Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna, dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir aksturinn þægilegri. Hjólastilling borgar sig upp á afar skömmum tíma í dekkjasliti og eldsneytiseyðslu bílsins.

Við höfum líka verið með smáviðgerðir á bílum á milli dekkjatarna og þá getum við lagað allt í hjólabúnaði bílsins,“ segir Aron. „Síðast en ekki síst tökum við líka að okkur hefðbundna smurþjónustu.

Við hvetjum fólk til þess að hafa samband við okkur í síma, tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, við erum hér til að aðstoða með allt sem tengist bílnum þínum,“ segir Aron að lokum.


Hægt er að hafa samband við Sólningu í síma 544 5000, í gegnum netfangið solning@solning.is, í í gegnum vefsíðuna solning.is og á samfélagsmiðlum.