Svavar er einn af reyndustu þjálfurum landsins og byrjar dagurinn hjá honum vanalega klukkan 05.20. „Ég byrja að þjálfa fyrstu kúnnana mína klukkan 6 á morgnana. Ég kalla fyrsta hóp dagsins „sexurnar“ en þetta er ofurduglegur hópur af konum og körlum á besta aldri. Vel tekið á því en alltaf stutt í hláturinn. Síðan er ég með nokkra einstaklinga í einkaþjálfun sem dreifast jafnt yfir daginn. Ég raða vanalega hópatímunum mínum á álagstíma á morgnana og í hádeginu. Hópar geta verið allt að 8 saman en þar þekkjast ekki allir þegar þeir byrja, en það gerir þetta bara skemmtilegra því að með tímanum kynnist fólk og verður oft góðir vinir,“ segir Svavar.

Síðar um daginn er Svavar oft í ljósmyndaverkefnum sem geta verið mjög fjölbreytileg og skemmtileg. „Ég hef m.a. verið að taka myndir fyrir KeyNatura fæðubótarefnalínuna en þar fæ ég tækifæri til að blanda saman áhuga mínum á heilsuvörum, líkamsrækt og ljósmyndun.

KeyNatura er með marga frábæra íþróttamenn sem eru að nota vörurnar og eru ljósmyndaverkefnin því æðislega skemmtileg. Allt frá því að fara með Ólafíu Kvaran Spartan Race drottningu í myndatöku að Hvaleyrarvatni, taka myndir af Gumma kírópraktor við störf sín, ná myndum af motocross kappanum Aroni Ómars og taka mynd af Stefáni Sölva aflraunamanni halda á 150 kílóa steini í annarri hendi og taka sopa af AstaLýsi á sama tíma. Síðan skemmir ekki að vera með mynd eftir sig í WOW bæklingnum af Þóru Margréti hjólaþjálfara sem er AstaSkin andlit KeyNatura.“

Spurður hvort hann mæli með fæðubótarefnum eða ákveðnu mataræði fyrir kúnnana sína segist hann fá fólk til að skila matardagbók svo hægt sé að sjá hvað sé hægt að bæta. „Ég mæli alltaf með að takmarka sykur eins mikið og hægt er. Fyrir fólk sem vill léttast mæli ég með lágkolvetna- og 16:8 mataræði en þá er fólk að fasta í 16 klst. og hefur 8 klst. til að klára máltíðir dagsins.

Margir af mínum kúnnum eru að mæta á morgunæfingu á fastandi maga. Ég mæli alltaf með að fá sér 1 skammt af AstaFuel og 2 hylki af AstaEnergy frá KeyNatura fyrir morgunæfinguna en það brýtur ekki föstuna, gefur fólki orku fyrir æfinguna og flottan dagskammt af Astaxanthin. Astaxanthin er sterkasta andoxunarefni náttúrunnar sem er gott fyrir þolið, minnkar harðsperrur og fólk er fljótara að jafna sig eftir æfinguna, sem þýðir að ég get hannað aðeins erfiðari æfingar,“ segir Svavar Sigursteinsson, einkaþjálfari hjá Sporthúsinu.

Annars er ég með alls konar fólk í þjálfun, allt frá fólki sem er að taka fyrstu skrefin í ræktinni og upp í vel þjálfað íþróttafólk. Fyrir suma er nóg að mæta á einn fund með mér og fara síðan í fjarþjálfunarprógram en öðrum finnst betra að mæta og fá persónulega þjálfun. Ég fer alltaf varlega af stað með fólk sem er að byrja eftir langt hlé. Það er alltaf betra að byrja hægar og gefa svo í með tímanum í stað þess að byrja of geyst og hætta að æfa því æfingarnar eru of erfiðar.“

Fyrir þjálfun er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóstinn [email protected]

KeyNatura vörurnar fást í öllum betri apótekum, heilsuvöruverslunum og matvörubúðum.