Fyrirtækið dk hugbúnaður framleiðir og selur langútbreiddasta viðskiptakerfið á Íslandi fyrir allar greinar atvinnulífsins og býður upp á alls kyns sérlausnir fyrir fyrirtæki.

„dk hugbúnaður er leiðandi í viðskiptahugbúnaði hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja, þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Dagbjartur Pálsson, sem er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu ásamt bróður sínum, Magnúsi Pálssyni. „Fyrirtækið framleiðir alhliða viðskiptahugbúnað og varð 20 ára á síðasta ári.“

Útbreiddasta viðskiptakerfið

„Þetta er alíslenskur hugbúnaður sem var þróaður og smíðaður frá grunni af okkur,“ segir Hafsteinn Róbertsson, sérfræðingur afgreiðslukerfa. „Það hefur verið reglulegur og góður vöxtur í allri starfseminni okkar nánast frá fyrsta degi og í dag eru yfir 6.500 fyrirtæki með kerfi frá okkur. Af þeim eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins sem og meðalstór og lítil fyrirtæki. dk viðskiptahugbúnaðurinn er langútbreiddasta viðskiptakerfið á íslenskum markaði, með um 55% markaðshlutdeild,“ segir Hafsteinn.

„Í dag vinna 73 starfsmenn hjá fyrirtækinu og hefur þeim fjölgað um 9 á þessu ári,“ segir Dagbjartur og heldur áfram: „Svo rekum við einnig stóra og mikla skýjaþjónustu undir nafninu dk Vistun og erum leiðandi á því sviði. Ekkert fyrirtæki sinnir hýsingarþjónustu fyrir annan eins fjölda fyrirtækja hérlendis og við, en það eru nú um 4.500 fyrirtæki.“

dk hugbúnaður leggur áherslu á jafnrétti innan fyrirtækisins og er stolt af öllum þeim hæfileikaríku konum sem starfa hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Mörg samverkandi kerfi

„Hugbúnaðurinn okkar er sería af alls kyns samverkandi kerfum, mörgum einingum sem vinna saman til að mynda eitt samfellt kerfi. Kerfin sjá um ólíka hluta rekstrarins. Það eru sér kerfi fyrir skrifstofuna (bakvinnsluna), svo sem fjárhags-, launa-, sölu- og innkaupakerfi, og svo er annar hluti kerfisins sem sér um framendann, svo sem afgreiðslu og veitingasölu. Sá hluti kerfisins kallast dk POS afgreiðslukerfi,“ segir Dagbjartur.

Sjálfsafgreiðsla með dk

Sjálfsafgreiðsla er farin að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Við erum með sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu og af þeim fyrirtækjum sem hafa tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi dk POS, til að stytta biðraðir á háannatíma, má nefna Læknavaktina Austurveri og Perluna. Þar er líka dk iPOS sjálfsafgreiðslukerfið sem keyrir á iPad og er beintengt bókunarvél Bókunar,“ segir Hafsteinn. „dk mun svo koma með fleiri sérhæfðar sjálfsafgreiðslulausnir á næstu vikum og því eru svo sannarlega spennandi tímar fram undan“.

Síðar í þessum mánuði setur dk nýja útgáfu í prófunarferli. Það sem notendur dk taka fyrst eftir er gerbreytt valmynd og skjáborð sem á eftir að koma þægilega á óvart. Í útgáfunni eru auk þess fjölmargar aðrar nýjungar.

Pappírslaust og sjálfvirkt

„Kosturinn við að vera hjá dk hugbúnaði er að öll vinna við bókhaldið er mjög fljótleg, sjálfvirk og skemmtileg. Sjálfvirkni í móttöku og sendingu rafrænna reikninga, hvort sem er á PDF- eða XML-formi, einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir rétta meðhöndlun gagna,“ segir Dagbjartur. „Bankakerfið annast sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu bankareikninga á einum stað. Öll vinnsla á sér stað inni í kerfinu og ekki þarf lengur að skrá sig inn í netbanka til að greiða og móttaka reikninga sem og sækja greiðslur. PDF-reikningar til viðskiptavina og frá birgjum eru sendir og mótteknir og tengdir við færslur þar sem við á. Við bjóðum líka upp á tengingar við allar helstu vefverslanir og sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu,“ segir Hafsteinn. „Allt er þetta liður í að gera dk viðskiptahugbúnaðinn sem mest pappírslausan og sjálfvirkan.“

dk í áskrift

„Á dk.is er val um áskriftarleiðir og verð og hægt er að panta aðgang að hugbúnaðinum. Það tekur aðeins einn dag að afgreiða leyfi og nýtt bókhald með grunnkerfum dk sem duga fyrir flest fyrirtæki,“ segir Dagbjartur.


Fyrirtækið er með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á dk.is