Poway ehf. byggir á áratuga reynslu af fjármálum, stjórnun, rekstri og endurskipulagningu fyrirtækja.

„Við trúum því að það sé alltaf svigrúm til að bæta reksturinn,” segir Ásta Björk og bætir við að áherslan sé á lítil og meðalstór fyrirtæki. „En annars eru allir velkomnir.“

Ein aðalþjónusta Poway er í formi Fjármálastjóra til leigu í lengri eða styttri tíma. „Slík þjónusta hentar margs konar fyrirtækjum sem vilja nýta sér þekkingu reynds fjármálastjóra en hafa ekki tök á að hafa slíkan starfsmann í fullu starfi,“ segir Ásta.

„Fyrirtæki geta nýtt sér þjónustu okkar og fengið fjármálastjóra í hlutastarf og/eða tímabundna ráðgjöf og þá er fyrirtækið komið með 100 prósenta þekkingu í hlutastarf eða tímabundið.“

Poway veitir fjölbreytta ráðgjöf á sviði rekstrar og fjármála. „Það er alltaf gott að fá utanaðkomandi aðila til að skoða reksturinn og koma með tillögur að úrbótaverkefnum og jafnvel fylgja þeim eftir,“ segir Ásta.

„Við sjáum ekki um að færa bókhald, en hjá okkur er mikil þekking á færslu bókhalds sem við nýtum til þess að fara inn í fyrirtæki og skoða hvort ekki sé hægt að einfalda reksturinn eða gera tölurnar aðgengilegri fyrir stjórnendur.

Við tökum einnig að okkur að þjálfa bókara í að gera stjórnendaskýrslur, en oft innihalda kerfin sem unnið er með ýmiss konar gagnleg mælaborð sem eru lítið sem ekkert notuð. Það er mikilvægt að æðstu stjórnendur hafi tölurnar um reksturinn ávallt uppfærðar svo hægt sé að grípa inn í um leið og tölurnar öskra á athygli.“

Fjölbreytt ráðgjöf

En þjónusta Poway nær yfir stærra svið. „Við höfum mikla reynslu af innleiðingu nýrra tölvukerfa og getum veitt ýmiss konar aðstoð og þjálfun starfsmanna í innleiðingarferlinu. Einnig höfum við tekið að okkur að þjálfa starfsfólk sem hefur ekki fengið nægilega kennslu á tölvukerfi og/eða tekur við af starfsfólki sem ekki nýtti kerfin nægilega vel vegna vanþekkingar.“

Þá getur Poway líka aðstoðað við birgðastjórnun.

„Eitt af því sem fyrirtæki verða að veita meiri athygli er birgðir og birgðastýring, það er mikil fjárbinding í birgðum svo samsetning þeirra verður að vera í lagi. Framlegðin er annar þáttur sem þarf að vera í lagi í rekstrinum. Við höfum verið að gera greiningar og komið með úrbætur sem geta aðstoðað stjórnendur í að hafa betri yfirsýn.“

Fyrir utan allt þetta veitir Poway ráðgjöf við gerð fjárhagsáætlana og aðstoðar við að gera kynningarefni og samskipti vegna fjármögnunar. „En umfram allt er best að halda þessu öllu einföldu og ekki vera að flækja málin. Stjórnendur gera það sem þeir eru bestir í og við hjálpum þeim með hitt,“ segir Ásta Björk að lokum.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.poway.is