Einar Ingason, deildarstjóri fyrirtækjasviðs BAUHAUS, segir að Íslendingar séu farnir að þekkja hið stórkostlega vöruúrval sem boðið er upp á í BAUHAUS. „Verslunin er vel sótt og fjölmargir sem koma oft í okkar glæsilega vöruhús sem við erum afar stolt af. Við erum með 22 þúsund fermetra undir okkar fjölbreytta vöruúrval. Margir hafa skráð sig hjá fyrirtækjasviðinu en þeir sem það gera eiga kost á alls kyns sérkjörum í gegnum tilboð og fá föst afsláttarkjör,“ bendir Einar á. „Allir eru velkomnir að skrá sig, það er einfalt og kostar ekki neitt. Kíkið til okkar eða sendið á okkur línu á sala@bauhaus.is,“ heldur hann áfram.

BAUHAUS er aðili að rammasamningum Ríkiskaupa og eru fjölmargar stofnanir og félög að nýta sér bæði hið gríðarlega vöruúrval sem BAUHAUS hefur upp á að bjóða sem og þau góðu kjör sem fást. „Það má segja að lausnirnar sem við erum að veita séu eins mismunandi og aðilar rammasamninga geta verið,“ segir Einar og bætir við að hjá fyrirtækjasviði sé selt þvert á deildir. „Ég get til dæmis bent á nokkur dæmi.

Timbur: BAUHAUS hefur lengi verið þekkt fyrir gæða timbur, bæði hvað varðar styrkleika, flokkaða efnið sem og gagnvarið efni. Það er ekki síst að þakka þeirri fyrirtaks aðstöðu sem við búum yfir í rakastýrðri timbursölu okkar. Sömuleiðis eigum við gott samstarf og fáum gæðaúttektir frá birgja reglulega, Frøslev, sem hefur stuðlað að því að viðskiptavinir koma langar leiðir að versla timbrið sem við höfum að bjóða. Timbursalan er aðgengileg bílum sem og gangandi og því lítið mál að setja efnið beint úr hillu inn í bíl eða á kerru í skjóli.

Gluggar og hurðar: Það er gaman að kíkja í glugga- og hurðadeild okkar, en þar höfum við fjölmargar tegundir af gluggum og hurðum í hinum ýmsu stærðum á lager. Það hefur komið okkur verulega á óvart hve margir geta nýtt sér þær stöðluðu lausnir sem við höfum upp á að bjóða. Við bjóðum einnig upp á sérpantanir á gluggum og hurðum eftir máli, og höfum við verið mjög ánægðir með gæðin sem og afhendingartíma.

Parket: Í BAUHAUS er að finna eitt mesta úrval landsins af gólfefnum. Við bjóðum upp á harðparket, vínylparket og viðarparket og kappkostum að eiga til mikinn lager af gólfefni. Auk þess sem auðvelt er að sérpanta fyrir þá sem óska þess.

Flísar: Flísadeildin er ein sú stærsta hér á landi og hefur fengið endurnýjað vöruúrval. Við bjóðum viðskiptavinum okkar til dæmis flísar frá gæða framleiðendum eins og Marazzi, Atlas Concord og 120x240 flísar frá Baldocer. Baðland okkar var nýlega endurbyggt með mjög góðum árangri og eru nýjar og frábærar línur í sýningarsal okkar eins og til dæmis Laufen. Þá hafa Duravit Stark salernin notið vinsælda ásamt HansGrohe blöndunartækjum okkar,“ segir Einar og bætir við að sömuleiðis sé hægt að finna mikið úrval verkfæra í BAUHAUS. „Við erum með eitt mesta úrval hér á landi, má þar nefna verkfæri frá DeWalt, Makita, AEG, Ryobi og Bosch svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann.

„Besta leiðin til að skoða úrvalið er að kíkja til okkar í verslunina og tala við starfsfólkið sem gefur góðar upplýsingar. Einnig erum við með nýuppfærða heimasíðu þar sem mögulegt er að skoða vörurnar okkar heima í stofu, með aðstoð Google Street View. Og hafir þú áhuga á að hringja og panta þá getum við auðvitað sent út um allt land,“ segir Einar.

Þá er hægt að ná sambandi við starfsmenn fyrirtækjasviðs BAUHAUS í síma 515 0869 eða með því að senda þeim tölvupóst á sala@bauhaus.is

Sumarhús þar sem lerki er notað. Kemur sérstaklega vel út.

Aukinn áhugi á lerki

Vaxandi áhugi er fyrir lerki sem klæðningarefni hér á landi og sömuleiðis fyrir pallasmíðar. „Viðskiptavinir hafa sótt mikið í lerkið undanfarið, ekki aðeins vegna útlitsins heldur einnig vegna þess að það er endingarbetra og viðhaldsminna en annað timbur. Lerkið sem við bjóðum upp á í BAUHAUS er hágæða Síberíulerki,“ segir Einar Ingason. „Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða hágæðalerki frá Síberíu en það er ein algengasta viðartegundin í Rússlandi. Aðstæður í Rússlandi eru mjög sérstakar þar sem sumrin eru stutt og veturnir langir. Það þýðir að trén vaxa hægt og hafa því mjög þéttan vaxtarhring og stöðugan kjarnavið. Hlutfall kjarnaviðarins í trénu er hátt og því mun endingarbetra efni en til dæmis fura og greni. Síberíulerkið er mest notað í pallaefni og utanhússklæðningar. Í klæðningar bjóðum við upp á efni sem er heflað á annarri hlið og bandsagað á hinni og því getur hver og einn ákveðið hvora áferðina hann notar eftir því hvaða eiginleikum er leitast eftir. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir svo að allir ættu að finna klæðningu við hæfi. Í pallaefni bjóðum við upp á bæði rásað og alheflað efni.“

Hér hefur hjólaleiga verið byggð með lerki sem hefur reynst mjög vel.