Fyrst og fremst erum við með frábært úrval af golfskóm á dömur og herra frá Ecco, Nike og Skechers. Einnig bjóðum við upp á Skechers barnagolfskó í stærðum frá 35, fyrir yngri kynslóðina sem er að taka sín fyrstu skref í sportinu. Verslanir okkar bjóða upp á ýmsan klæðnað, ullarfatnað og fylgihluti, allt frá hönskum upp í golftöskur á undirsíðum S4S. Við sáum okkur því kost að setja allar golfvörurnar saman í einn golfflokk til þess að gera þetta aðgengilegt og þægilegt fyrir viðskiptavini. Þannig fæst allt fyrir golfsportið á sama stað,“ segir Auður Jónsdóttir hjá Skór.is.

Ákveðin fagurfræði kemur ósjálfrátt upp í huga þegar maður hugsar um golf. „Golfið er virðingarverð íþrótt og hálft gamanið er að taka þátt í menningunni og lífsstílnum sem fylgir. Til dæmis eru gallabuxur ekki vel séðar á vellinum. Fólk er þá beðið um að velja annars konar efni. Polo-bolirnir eru sívinsælir sem og derhúfur og der, treyjur, golfjakkar og fleira. Þá eru airoloft-vestin frá Nike algerlega að gera sig á vellinum í sumar.“

Allt gegnir sínum tilgangi

Fyrst og fremst er golffatnaðurinn þægilegur og snyrtilegur en hver flík gegnir sínum tilgangi. „Derið skýlir manni fyrir sól og birtu, sem hjálpar til með einbeitingu. Hanskar tryggja gott grip og góðir vatnsheldir golfskór eru mikilvægir. Það er fátt leiðinlegra en að vera á þriðju holu í rennblautum skóm með ískaldar tær. Í netverslun S4S má finna frábært úrval af vatnsheldum golfskóm með goretex-húð sem þola vel aðstæður á golfvellinum.“

Ekki vera kalt

Við sem búum á Íslandi þekkjum hvað veðurfarið er síbreytilegt. Því er gott að vera vel klæddur á golfvöllunum í sumar. „Devold- fatnaðurinn er úr hágæða merinóull og kemur í léttari útgáfum á sumrin sem hentar þá einstaklega vel undir golffatnaðinn og heldur á manni hita á björtum en svölum sumarkvöldum.“

Á golfsíðu skór.is getur þú skoðað allt úrvalið á einum stað og græjað þig fyrir golfið. Vörurnar eru heimsendar frítt hvert á land sem er.
Einnig er í boði að sækja á einn af fjórum afhendingarstöðum; Guðríðarstíg 6–8, Kaupfélagið Kringlunni, Kaupfélagið Smáralind og Ellingsen Granda.
„Við hvetjum síðan alla til að skrá sig á póstlistann okkar og fylgjast með nýjustu vörunum, tilboðum og fréttum,“ segir Auður að lokum.