Þuríður Ottesen, eigandi Bóel, segir að nú sé tilvalið tækifæri til að næla sér í vandaðar og tímalausar flíkur. „Það er stanslaust fjör á sumarútsölunni hjá Bóel og sannarlega hægt að krækja sér í flotta hönnunarflík sem kemur sér vel. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á listilega hannaðar flíkur sem standans tímans tönn og er alltaf gaman að fara í.“

Þuríður segir afar spennandi tíma framundan hjá Bóel. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Vandaðar yfirhafnir

Meðal þess sem Bóel býður upp á eru yfirhafnir þar sem gæði og útlit koma saman. „Frakkarnir á forsíðunni koma frá japanska hönnunarfyrirtækinu MOYURU sem er ein mest spennandi flíkin hjá Bóel. Frakkinn er vind- og regnheldur og myndi ekki blotna í gegn nema kannski í suðaustan 11,“ segir Þuríður og hlær. „Þetta er alveg rosalega smart flík sem er hægt að nota sem flottan frakka, einnig sem utanyfirflík á veturna og þá er maður bara í thermo-flík undir eða peysu.“

Nú er því einstakt tækifæri til að fjárfesta í vandaðri yfirhöfn á góðu verði. „Það eru nokkrir frakkar eftir og eru núna á 40% afslætti. Þessir frakkar eru töluverð fjárfesting en þetta er flík sem er nær ódrepandi úr efni sem er sérframleitt fyrir MOYURU á Balí. Við höfum fengið þessa frakka með nýju sniði á haustin og vorin og þeir rjúka alltaf út. Við keyptum vel inn núna en svo skall Covid á og þá nýtur einhver góðs af því að geta keypt þá á frábærum afslætti.“

Glæsilegu leðurseðlaveskin frá Mandarina Duck eru nú á 50% afslætti og fást því á 9500 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Töskur, skór og krem

Þá er ýmislegt fleira á boðstólum í versluninni en fatnaður. „Útsalan fór vel af stað í síðustu viku og má nefna að litlu ferðatöskurnar seldust upp á svipstundu, alls 11 stykki. Nú er 50% afsláttur af gullfallegum leðurseðlaveskjum frá Mandarina Duck og um að gera að koma fljótt.“

Bumbutaskan frá Mandarina Duck er á 30% afslætti og kostar nú 11.500 kr.

Þuríður nefnir sérstaklega skóna frá danska merkinu LOFINA. „Það er gaman er að segja frá dönsku skóhönnuninni LOFINA sem er stofnuð af hjónunum Lise-Lotte og Morten Svenninggaard. Þau kynntust 18 ára gömul í skóiðnnámi, örlögin tóku taumana og þau eltu ástríðuna til Ítalíu til að læra handverkið til hins ítrasta. Þau ákváðu svo að flytja aftur til Danmerkur, stofnuðu skófyrirtækið LOFINA árið 1996 og eru skórnir frá þeim nú fáanlegir í yfir 20 löndum.“

Handgerðir leðurskór frá LOFINA, á 40% afslætti, eða 29.400 kr.

Skórnir eru einstaklega vandaðir. „Um leið og maður stígur í skóna finnur maður að þeir eru hannaðir með ást og kærleika í huga. Þeir fara bæði vel á fæti og vel með fæturna og eru því uppáhaldsskórnir hjá flestum sem komast í kynni við þá. Nú á að rýma vel til í búðinni og er 40% afsláttur af LOFINA skóm. Það er farið að vera pínu götótt í númerum en pottþétt mun einhver finna draumaskóna sína,“ segir Þuríður.

Handgerðir sandalar frá LOFINA á 40% afslætti og kosta núna 23.400 kr.

„Ég vil líka minna á lífrænu snyrtivörurnar frá nýsjálenska fyrirtækinu ANTIPODES en þær eru nú á 20% afslætti. Svo erum við með sértilboð á andlitsrakakreminu Immortal sem er með náttúrlegri sólarvörn SPF15 en kremið kostaði 5.500 kr. og er nú á 3.850 kr.“

Rakadagkremið frá Immortal fæst nú í 60 ml túpu á 3.850 kr.

Ný búð á Óðinsgötu 1

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Bóel en í ágúst mun verslunin færa sig frá Skólavörðustíg og opna í nýju húsnæði á Óðinsgötu 1. Blaðamaður spyr hvort það sé áhættusamt að opna á nýjum stað. „Alls ekki, það verður ekki síðra, ef ekki betra,“ svarar Þuríður létt í bragði.

„Það er að myndast svo sterkur hringur frá Skólavörðustíg að Óðinsgötu, Spítalastíg og Týsgötu, allur hringurinn er með hitalögn í öllum götum svo það er sumarfæri allt árið. Nú þegar á Óðinsgötu 1 er hið stórfenglega Heilsuhof og kaffihúsið Systrasamlagið. Hringurinn eins og ég vil kalla hann samanstendur af flottum fyrirtækjum eins og Mengi, Smekkleysu, Geysi, Fasteignamarkaðinum, Snaps, Fríðu skarti og svo er Magnólía að koma inn í þessa fallegu festi.“

Framtíðin sé björt. „Framtíðin er að koma í miðbæinn til að upplifa og má með sanni segja að Skólavörðuholtið sé suðupunktur hönnunar og upplifunar og það er alveg sérstaklega gaman hvað það er að gerast organískt.“

Sterk og flott regnhlíf frá Mandarina Duck sem fæst nú á 4.000 kr.