Síðustu misseri hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í Álfaborg en verið var að breyta versluninni til að koma betur til móts við viðskiptavinina. Búið er að stækka sýningarsalinn og búa til betri aðstöðu til þess að veita persónulegri þjónustu og verslunin er öll orðin rúmbetri og aðgengilegri.

Álfaborg hefur starfað frá árinu 1986 og þar vinnur fólk sem hefur í gegnum árin öðlast mikla þekkingu og reynslu af gólfefnum fyrir allar aðstæður.

„Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar séu í góðum höndum,“ segir Rúnar Höskuldsson framkvæmdastjóri Álfaborgar.

„Það er lykilatriði að vera með starfsfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinunum og getur leiðbeint þeim við val á rétta gólfefninu. Ég myndi segja að helsti kostur fyrirtækisins sé starfsfólkið.“

Starfsfólk Álfaborgar tekur vel á móti viðskiptavinum og veitir faglega þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Ný parketdeild

Nýlega var ný parketdeild opnuð í Álfaborg fyrir vörur frá Berry Alloc og Tarkett. Bæði harðparket, viðarparket, dúka og vínylparket.

„Við erum með nýtt Ocean+ harðparket frá Berry Alloc, en það eru tveggja metra löng borð og extra breiðir plankar. Ocean+ er fáanlegt í tíu náttúrulitum,“ segir Rúnar.

„Parketið er vaxhúðað með Hydro+ tækni sem kemur í veg fyrir að raki komist inn í efnið. Það hentar fyrir öll gólf og rými og er einstaklega auðvelt að leggja með endalæsingu. Þetta er parket fyrir þá sem gera kröfur um fallegt útlit og mikil gæði.“

Rúnar segir að vínylparket hafi mikið verið að ryðja sér til rúms síðustu misseri enda ótrúlega sterkt og endingargott gólfefni sem þolir nánast hvað sem er.

„Tarkett er fyrirtæki sem býður upp á ótrúlega góðar lausnir og liti þegar kemur að vínylparketi. Viðarparket og harðparket er alltaf vinsælt en vínylparket er flott viðbót í gólfefnaúrval okkar. Vínylparketið er bæði hægt að kaupa með smellukerfi og svo niðurlímt.“

Nýtt harðparket frá Berry Alloc – Ocean+. MYNDIR/AÐSENDAR

Flísar í miklu úrvali

Álfaborg hefur einnig verið að taka inn nýjar vörulínur í flísum. Flísadeildin hefur tekið miklum breytingum og þar er boðið upp á mikið úrval flísa. Flísadeildin hjá Álfaborg er þekkt fyrir hágæðaframleiðendur eins og Porcelanosa frá Spáni. Álfaborg er einnig aðili að NAXB sem er innkaupasamband 200 endursöluaðila á Norðurlöndunum sem sér um að þróa og hanna flísar og tengdar vörur.

„NAXB flísarnar eru hannaðar og þróaðar af ítölskum hönnuðum eftir forskrift sambandsaðila undir vörumerki Naxb – Pro System. Framleiðsla á þeim fer síðan fram víðs vegar um Evrópu, þar sem það er hagkvæmast hverju sinni. Þetta er hágæða vara á mjög sanngjörnu verði,“ útskýrir Rúnar.

Álfaborg býður fjölda lausna frá viðkenndum ítölskum framleiðendum á stórum flísum en Rúnar segir að eftirspurn eftir slíkum flísum hafi aukist.

„Það er orðið mögulegt að búa til flísar í stærðum sem eru allt að 160x320 cm. Ávinningur af stórum flísa er útlitið. Fullkomið flatt yfirborð og færri fúgur. Það er hægt er að nota flísarnar á gólf og veggi og þær eru einnig góð lausn í borðplötur,“ segir hann.

IBLA er ný glæsileg lína sem er væntanleg til landsins.

„Með nýrri tækni er mögulegt að fá aukinn fjölda af útfærslum svo sem flísar í marmaraútliti, steini, parketi, ýmsum litum og með fjölbreyttu yfirborði. Það er eitthvað sem hönnuðir fagna mjög.“

Rúnar segir að ný glæsileg flísalína frá Piemme – IBLA sé væntanleg til landsins. Flísarnar eru í náttúrusteinsútliti en fyrirmyndin er fágætur marmari sem finnst einungis á Sikiley. Flísarnar eru fáanlegar í fjórum litbrigðum: Nera, Linfa, Colofonia og Resina í mörgum stærðum.

„Þetta er ítölsk hönnun eins og hún gerist best!“ segir Rúnar.

Útiflísar fyrir íslenskar aðstæður á hagstæðu verði.

Útiflísar sem henta á Íslandi

Hjá Álfaborg er einnig gott úrval útiflísa sem hafa fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum, að sögn Rúnars. Flísarnar eru viðhaldsfríar svo ekki þarf að mála pallinn reglulega.

„Við erum með útiflísar sem henta íslenskum aðstæðum. Þær eru með hálkuvörn og sameina kosti flísa og garðhellna. Þær eru veðurþolnar, með lága vatnsdrægni og upplitast ekki,“ upplýsir Rúnar.

„Útiflísarnar henta vel á svalir, á pallinn, tröppur, göngustíga og fleira. Það er hægt að leggja þær sjálfberandi á stuðningskerfi, líma þær og leggja á þjappaða möl eða gras. Við eigum mikið úrval af þeim og það er auðvelt að leggja þær.“

Teppi og dúkar

Í teppadeildinni hjá Álfaborg eru fjölmargir valkostir sem fyrirtæki hafa nýtt sér mikið. Til dæmis með því að blanda saman teppaflísum og vínylparketi á gönguleiðum.

„Við höfum einnig mikið verið að selja stigahúsateppi fyrir húsfélög og eigum gott úrval af slíkum teppum,“ segir Rúnar.

„Við aðstoðum húsfélög við val á stigahúsateppum. Við komum á staðinn með prufur og mælum upp stigahúsið. Í framhaldi af því gerum við tilboð í verkefnið að kostnaðarlausu.“

Hjá Álfaborg má einnig finna úrval gólfdúka auk fylgiefna og múrvöru. Það er í raun allt í boði fyrir gólfið á einum stað.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á verslunni. Hún er rúmgóð og þægileg og aðgengi er gott.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Pro matrix er ein vinsælasta flísin.
Segno viðarparketið frá Tarkett er glæsilegt.
Stórar ítalskar flísar frá Imola.
Terazzo flísar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
Útiflísar hafa verið mjög vinsælar hjá viðskiptavinum.