„Við viljum halda þeirri hugsjón á lofti að allir litir séu fyrir öll börn. Við kyngerum ekki fatnað og það er það mikilvægasta í okkar augum. Við viljum því ekki kynjaskipta verslun okkar eða vefverslun því við viljum ekki ákveða fyrirfram hvaða litur er í uppáhaldi hjá börnum eða hvaða áhuga börn gætu haft eftir kyni. Það geta öll börn af öllum kynjum elskað bleikan lit, blóm eða risaeðlur. Við viljum halda öllum möguleikum opnum fyrir börnin og við viljum ekki viðhalda ónauðsynlegum staðalmyndum kynjanna. Verslunin okkar er því okkur ansi mikilvæg og við vonumst til að hafa jákvæð áhrif og stuðla að breytingum,“ segja þær Hildigunnur og Sandra.

Mynd/Aðsend.
Hér eru þær Hildigunnur og Sandra í verslunninni að Bæjarlind.
Mynd/Aðsend

Opin leikföng styðja við þroska barna

Í Regnboganum er einnig mikið úrval af vönduðum viðarleikföngum úr opnum efnivið sem hafa svo sannarlega slegið í gegn. „Það er enda mikil vitundarvakning að eiga sér stað núna og fólk er farið að kaupa meira af viðarleikföngum í stað plastleikfanga. Fólk er að átta sig á hvað opinn efniviður hefur góð áhrif á leik barna þar sem þau hafa algjört frelsi í leik og tækifæri til að virkja ímyndunaraflið.“

Anton Brink

„Við leggjum mikið upp úr því að taka inn vörumerki sem uppfylla allar okkar kröfur um gæði og umhverfisvæna framleiðslu og vörurnar okkar koma frá ýmsum löndum eins og Svíþjóð, Finnlandi, Spáni, Hollandi, Póllandi, Bretlandi og Ástralíu,“ segja þær að lokum.

Anton Brink