„Sýningarrýmið í málningardeild BYKO var formlega opnað á þessu ári og það hefur þegar margsannað notagildi sitt,“ segir Jóhanna. „Í málningardeildinni seljum við Svansvottaða gæðamálningu og þar starfa að meðaltali fjórir starfsmenn á degi hverjum sem veita faglega og lipra þjónustu. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með að hafa kost á að fá ráðgjöf við val á rétta litnum, því oft getur litavalið vafist fyrir fólki.

Í litaráðgjöfinni í BYKO er unnið með raunverulegar litaprufur auk þess sem breyta má birtuskilyrðum í sýningarrými, sem er ný og nauðsynleg nálgun þegar velja á liti fyrir rými,“ segir Jóhanna. „Þannig má skoða litina í birtuskilyrðum sem líkist birtunni heima hjá fólki eða í því rými sem á að mála, því reynslan sýnir að oft reynast litir mun dekkri á veggjum innan heimilanna en í sjálfum málningarverslununum þar sem fólk velur litina. Þess vegna lagði BYKO áherslu á að útbúa sýningarrými þar sem hægt væri að breyta lýsingunni, það er frábær viðbót fyrir viðskiptavini og auðveldar þeim litavalið.“

Besti staðurinn til að velja liti

„Við erum með ný litakort frá Andreu fatahönnuði og Elísabetu Gunnars sem eru virkilega falleg og skemmtileg og það er gaman að geta sýnt litapallettur þeirra hérna í sýningarrýminu okkar,“ segir Jóhanna. „Litirnir sem prýða veggi okkar koma einnig úr smiðju Málningar og Karenar Óskar, sem hefur hannað fallegt og heildstætt litakort fyrir BYKO sem er aðgengilegt á heimasíðunni okkar. Það er þó alltaf betra að koma og sjá málaðar prufur í verslunum BYKO, því litir á skjá eða prentaðir litir í bæklingum gefa ekki nákvæma mynd af því hvernig litirnir koma út í rými.

Í litaráðgjöfinni í BYKO er unnið með raunverulegar litaprufur og það er hægt að breyta birtunni til að skoða litina í ólíkum birtuskilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/8ERNIR

Nýja litastúdíóið fer ekki fram hjá neinum sem kemur í BYKO. Það er það fyrsta sem fólk sér þegar gengið er inn í verslunina. Það er afskaplega fallega hannað og breitt úrval lita prýðir alla veggi,“ segir Jóhanna. „Í litaráðgjöfinni eru svo hin ýmsu litablæbrigði og litatónar kynntir fyrir viðskiptavinum.“

Lýsing skiptir miklu máli

„Ég útskýri eðli litanna og sýni muninn á heitum og köldum litum og það er gott að vita í hvaða átt rýmið sem á að mála snýr, því birtuflæðið inn í rýmið hefur mikið að segja, ekki síst þegar mjög dökkir litir eru valdir,“ segir Jóhanna. „Þá skiptir máli að lýsingin sé í lagi og ef náttúrulegt birtuflæði er ekki nægilegt mæli ég hiklaust með aukinni lýsingu í rými, en þannig má líka kalla fram stórkostleg áhrif með samspili ljóss og lita. Dökkir litir geta nefnilega verið alveg magnaðir ef lýsingin er rétt.

Nýja litastúdíóið fer ekki fram hjá neinum sem kemur í BYKO. Það er afskaplega fallega hannað og breitt úrval lita prýðir alla veggi. BYKO selur Svansvottaða málningu og öll innimálning er nú á 25% afslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Áhrif lita eru afskaplega skemmtileg og breytileg, því upplifun fólks á litum er svo afskaplega persónubundin,“ segir Jóhanna. „Smekkur fólks er eins ólíkur og hugsast getur og það er mikilvægt að litaval miðist við óskir hvers og eins, en saman finnum við réttu litapallettuna.“

Litir hafa mikil áhrif á okkur

„Í litafræðunum eru litir oftar en ekki tengdir tilfinningum og það er gaman að velta áhrifum lita á fólk fyrir sér. Þannig eru gulir litir fagnandi og sólríkir og geta verið örvandi fyrir heilabúið. Rauðir litir eru litir sterkra tilfinninga og þeir eru ástríðufullir, djarfir og innilegir, en rauður er einnig litur reiðinnar,“ segir Jóhanna. „Grænir litir standa svo fyrir náttúruna og geta bæði verið kyrrlátir og hressandi, en eru í grunninn litur jafnvægis og róar. Bláir litir tengjast himni og vatni og þeir eru tengdir skýrri hugsun, rólegu íhugandi umhverfi og blár er líka litur draumanna. Bleikir litir eru svo lifandi og jákvæðir á meðan jarðlitir tengjast náttúrulega jörðinni okkar og eru afskaplega róandi. Það eru þeir tónar sem eru vinsælastir hjá okkur um þessar mundir.“

Alhliða ráðgjöf fyrir öll verkefni

„Í málningardeildinni okkar fá viðskiptavinir alhliða ráðgjöf, ekki bara varðandi litaval heldur einnig við val á réttu málningunni, því málning er ekki bara málning. Það þarf að velja réttu tegundina af málningu, rétt gljástig og margt fleira fyrir hvert rými,“ segir Jóhanna. „Það þarf líka að undirbúa veggi, glugga og fleira fyrir málningu, en í málningardeildinni fær fólk faglega aðstoð við þetta allt saman. Við leggjum áherslu á að veita sem allra bestu aðstoð við málningarvinnuna.

Í litaráðgjöfinni eru hin ýmsu litarblæbrigði og litatónar kynntir fyrir viðskiptavinum og Jóhanna útskýrir eðli og áhrif litanna.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Verkefnin eru ólík en við gefum viðeigandi ráð eftir þörfum. Við getum til dæmis gefið ungu fólki sem er að fara að mála sína fyrstu íbúð aðstoð og leiðbeiningar fyrir allt ferlið,“ útskýrir Jóhanna. „Við förum yfir það hvernig maður undirbýr málningarvinnuna, hvað ber að varast, hvernig er best að fara að og hvaða áhöld og efni er best að nota. Hjá okkur geta allir fengið góða aðstoð og svo er líka bara gaman að koma og spjalla við okkur hér í litaráðgjöfinni í Breiddinni og spá og spekúlera í litum út frá ýmsum forsendum.“

Pantið tíma í ókeypis ráðgjöf

„Nú er einnig hægt að bóka ókeypis tíma hjá mér í litaráðgjöf í litastúdíóinu alla virka daga, en það er gert í gegnum rafrænt bókunarkerfi á heimasíðu BYKO,“ segir Jóhanna. „Það er um að gera að kíkja í heimsókn og nýta sér þessa skemmtilegu nýjung, sérstaklega núna, því við erum að bjóða 25% afslátt af allri innimálningu.

Í málningardeildinni er nú skjár sem gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með stöðunni á pöntunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Oftar en ekki eru viðskiptavinir okkar að koma við í fleiri deildum í BYKO, til dæmis í JKE innréttingum, sem er vandað danskt vörumerki sem býður upp á breiða línu af innréttingum í hæsta gæðaflokki,“ segir Jóhanna. „Það er líka auðvelt að bóka tíma hjá færu teiknurunum okkar sem veita innréttingaráðgjöf í gegnum rafræna bókunarkerfið á heimasíðunni okkar. Okkur finnst virkilega ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum upp á litaráðgöf samhliða innréttingavali og öðru, en hérna í BYKO vinnum við saman að því að skapa fallega heildarmynd fyrir heimilin.“