Þrátt fyrir að hafa boðið upp á þjónustuna í aðeins rúmlega tvö og hálft ár á Íslandi hefur rúmlega 600.000 stafrænum gjöfum verið dreift og þær innleystar í gegn um YAY-kerfið. „Ástæðan fyrir þessari velgengni er einfaldlega sú að þetta er afar aðgengileg þjónusta, vel útfærð og einstök að svo mörgu leyti og sparar mikinn tíma fyrir stjórnendur og ekki síður viðtakendur,“ segir Sigríður Inga Svarfdal, sölu- og markaðsstjóri YAY. Hún segir það afar gefandi að eiga í samskiptum við framsækna stjórnendur fyrirtækja sem eru opnir fyrir nýjum og umhverfisvænni þjónustum og stöðugt að gleðja og hvetja starfsfólk sitt og viðskiptavini.

Smáfyrirtæki jafnt sem Landspítalinn nota YAY

Sigríður segir að þjónustan hafi breytt miklu fyrir stjórnendur fyrirtækja eftir að þeir fóru að nota þjónustuna til að gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini. „Það hefur verið mikill höfuðverkur fyrir fyrirtæki eins og til dæmis Landspítalann að gefa og dreifa jólagjöfum síðustu ár og höfða til allra starfsmanna. En núna um síðustu jól breyttist það með tilkomu YAY sem var nýtt til að gefa og dreifa jólagjöfum starfsmanna með frábærum árangri og mikilli ánægju. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu erfitt það er að gefa um 6.000 starfsmönnum gjöf sem höfðar til allra, og það sama á við um fyrirtæki með tíu starfsmenn,“ segir Sigríður.

Gjaldfrjáls þjónusta og mikið úrval afþreyingar

En það er ekki einungis úrvalið sem skiptir máli og bendir Sigríður á að afgreiðslan og dreifingin sé gríðarlega mikilvægur partur af þjónustunni. „Okkur hefur ekki bara tekist að gera gjafabréfin skemmtileg og lífleg, þau leysa einnig helsta höfuðverkinn fyrir kaupendur og gefendur. Til þessa hefur allt utanumhald og dreifing verið einn stærsti höfuðverkur stjórnenda sem vilja umbuna, hvetja og sýna starfsfólki og viðskiptavinum sínum þakklæti og því miður einfaldlega staðið í vegi fyrir því að nýta góð tækifæri til þess, eins sorglegt og það er. Með YAY fyrirtækjaþjónustunni er allt umfangið úr sögunni,“ segir Sigríður og undirstrikar að þjónusta þeirra sé umhverfisvænn kostur og kostnaður við dreifingu og framleiðslu heyrir sögunni til.

„Auk þess minnir YAY-appið notendur á gjafabréfin og kemur í veg fyrir að gjafabréf gleymist eða glatist. Einnig er hægt að senda myndbandakveðju og texta með gjöfinni sem hittir fólk í hjartastað,“ segir Sigríður. Í appinu er einnig hægt að gefa gjöf áfram, til dæmis ef viðtakandi sér ekki fyrir sér að nota gjöfina og vill gefa öðrum. Notandinn getur þá pakkað henni stafrænt inn og gefið öðrum sem nýja gjöf. Notendur geta einnig selt gjafabréf, sem þeir ætla sér ekki að nota, á markaði í appinu sem er líklega öruggasti endursölumarkaður á gjafabréfum sem í boði er í dag. Allar stuðla þessar þjónustur að því að gjafabréfin nýtist.

Af 360.000 manna markaði yfir á 40 milljóna markað

Fyrirtækið og lausnir þess hafa vakið mikla athygli hér heima og ekki síður erlendis og hefur YAY meðal annars verið tilnefnt af UT Messunni sem Sproti ársins ásamt Sidekick Health og Hopp, hlotið styrki frá Rannís og var valið fyrst íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegt Lighthouse-verkefni Mastercard sem telst mikil viðurkenning á sviði fjártækni og vekur mikla athygli víða um heim. Mörg af verðmætustu sprotafyrirtækjum heims á sviði fjártækni hafa verið valin í þetta merka verkefni ár hvert og nú er svo komið að erlendir aðilar vilja opna YAY í öðrum löndum og markaðssvæðum. Samningur við aðila í Kanada hefur verið undirritaður og undirbúningur fyrir opnun þar er í fullum gangi ásamt því að fyrsti markaðurinn innan Evrópu er innan seilingar.

Nánari upplýsingar um YAY er að finna á vefsíðunni yay.is.