Jenile-tækin virka þannig að til dæmis þegar gestur kemur í heimsókn og ýtir á dyrabjöllu – þá sendir dyrabjallan strax viðvörun í blikkljósakubbinn, blikkljósainnstunguna, titrarapúðann og/eða vasasnertititrara-tækið. Eins senda tækin frá sér blikkljós og/eða titring ef þau nema barnsgrát, þegar síminn hringir eða reykskynjarinn vælir, svo dæmi séu nefnd.

„Það er ekki hægt að velta öllu á heyrnartækin sjálf, eðlileg viðvörun til fólks sem ekki heyrir í einhverju er ljós og titringur,“ segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir starfsmaður Leó ehf. sem er með umboð fyrir Jenile á Íslandi.

„Sumir segja að heyrnartækin séu svar við öllu og hjálpi notendunum að heyra allt, en það kemur sú stund að þá langar til að fá hvíld frá heyrnartækjum heima við. Þá eru Jenile-tækin góð. Þau eru líka góð til að friðhelgi einstaklings með heyrnarskerðingu sé virt. Hann hefur tæknina til þess að „heyra“ á sínum forsendum.“

Dæmi um það sem notandinn vill heyra í:

 • Dyrabjalla
 • Vekjaraklukka
 • Reykskynjari
 • Barn að gráta/kalla
 • Þegar fjölskyldumeðlimur kallar
 • Símhringing
 • Sms-skilaboð
 • Tilkynning frá samfélagsmiðli

Til að geta vitað hvenær þessi tæki gefa frá sér hljóð þarf notandinn að hafa:

 • Tæki til að nema hljóð frá dyrasímahátalara inni í íbúðinni
 • Dyrabjöllu við hurðina á ganginum/sérinngangi (vatnsheld)
 • Vekjaraklukkupakkann (hægt að nota til að ferðast með og hafa heima)
 • Grænan titrarapúða
 • Reykskynjara
 • Trúðinn til að nema barnsgrát
 • Kalla kallhnapp (fyrir fjölskyldumeðlim til að kalla á þann heyrnarskerta)
 • Símatækið – SMS blikkara
 • Blikkljósainnstungu
 • Blikkljóskubbinn
 • Vasasnertititrara og hleðslutæki
 • Hleðsluinnstungu fyrir tvö tæki

Sigurlín Margrét segir að öll tækin séu þráðlaus og láti lítið fyrir sér fara í íbúðinni.

Ferðapakki Jenile; vekjaraklukka sem er líka titrari og blikkljós. Lítil og nett og svo fylgir með dyrabjalla til að setja á hurð með smellu.
Hér sést hvernig dyrabjallan í ferðapakka Jenile er smellt á hurðina.

Tækin senda frá sér mismunandi lituð ljós

„Þegar sá sem á við heyrnarmein að etja er með barn á heimilinu er trúðurinn staðsettur hjá barninu. Oft er hann hengdur upp við rúmið eða festur við rúmgaflinn. Trúðurinn nemur barnsgrát og sendir viðvörun til tækjanna. Til dæmis til vasasnertititrarans, í blikkljósinnstunguna, eða í titrarapúðann. Þegar foreldrarnir sofa titrar púðinn ef barnið grætur og þau vakna við það,“ útskýrir Sigurlín Margrét.

„Seinna þegar barnið eldist þá venst það þessu og fer sjálfkrafa að fatta hvað trúðurinn gerir. Þá getur barnið um 1-2 ára aldur farið sjálft að ýta á trúðinn og mamma, pabbi, barnapössunin eða systkini sem ekki heyra koma til þess.“

Jenile-aðgengistækin eru líka hönnuð með það í huga að börn sem eiga við hvers konar heyrnarskerðingu að etja geti fylgst með þeim hljóðum sem almennt heyrast á heimili þess og látið heyrandi fjölskyldumeðlimi vita af þeim.

„Döff börn eiga fullan rétt á að vita af þessum „heimilishljóðum“. það ýtir undir sjálfstæði þeirra og þau finna fyrir öryggistilfinningu á heimilinu,“ segir Sigurlín Margrét.

„Tækin gefa öll frá sér viðvörun í formi blikkljóss og titrings. Blikkljósin eru mismunandi á litinn eftir því hvaðan hljóðið kemur. Grænt er fyrir dyrabjöllu. Blátt er fyrir barnsgrát, kallhnappinn og hreyfiskynjarann, rautt er fyrir reykskynjarann og fjólublátt fyrir sms-blikkarann sem gefur viðvörun þegar síminn hringir eða þegar skilaboð frá samfélagsmiðlum berast í símann.“

Hefðbundinn Jenile-heimilispakki og reykskynjari að auki.
Hefðbundin Jenile dyrabjalla. Hún er vatnsheld og oftast sett utandyra en má líka vera inni. Þráðlaus og með batterí.

Tækin hafa bjargað mannslífum

„Það hefur komið fyrir að Kalli kallhnappurinn hafi bjargað mannslífum. Það er ekki mjög langt síðan frönsk hjón sem bæði heyra illa og ekkert án heyrnartækja voru sofandi. Konan vaknar um nótt og þarf á baðherbergið sem er niðri. Það vill svo illa til að hún misstígur sig í þrepunum og fellur niður stigann. Hún gat ekki með neinu móti látið vita af sér en þau voru ein í húsinu. Ef hún hefði haft kallhnappinn á sér þá hefði maðurinn hennar strax vaknað og náð í hjálp. En í þessu tilfelli beið konan lengi eftir hjálp á gólfinu með lærbrot,“ segir Sigurlín Margrét.

„Kalli-kallhnappurinn gefur öryggi innan heimilisins. Þegar notandi er með kallhnapp eða bregst við viðvörun frá kallhnappi er hann meðvitaður um sína ábyrgð sem sjálfstæður einstaklingur og er ekki upp á aðra kominn með að hjálpa honum að heyra. Það er pirrandi fyrir fólk sem ekki heyrir að vera sífellt minnt á að heyra ekki – Jenile-aðgengistækin gera fólki með heyrnarskerðingu eða þeim sem eiga við heyrnarmein að etja kleift að standa sína plikt og gera það á sínum forsendum.“

Fólk með heyrnarmein getur snúið sér til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands vegna kaupa á hjálparbúnaði eins og til dæmis Jenile. Þeim sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands í gegnum netfangið hti@hti.is.


Nánari upplýsingar um Jenile- tækin má finna á vefsíðunni jenile.‌is, á Instagram undir nafninu jenile_island og á Facebook undir Jenile Ísland. Einnig má senda póst á info@jenile.is.

Barnavaktarpakkinn og heimilispakkinn auk einstakra aðgengistækja, s.s. vasasnertititrarinn, reykskynjarinn, hurðargatsmyndavél, SMS-blikkarinn, blikkljósinnstungan, Kalli kallhnappurinn og dyrasímabjöllumagnari.