Thermomix léttir fjölskyldulífið, stuðlar að góðri næringu og bætir neysluvenjur. Vélin er einstök matvinnslu- og eldavél og vinnur á við tuttugu og fjögur hefðbundin eldhústæki. „Viðtökurnar á Íslandi hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og viðskiptavinir eru gríðarlega ánægðir með tækið,“ segir Berglind Ósk Haraldsdóttir, annar eigandi Eldhústöfra. „Viðskiptavinir Eldhústöfra eru bæði einstaklingar sem búa sjálfstætt og smáar sem stórar fjölskyldur. Thermomix saxar, malar, hakkar, þeytir, hrærir, blandar, hnoðar og maukar auk þess sem það steikir, sýður, gufusýður, hægeldar, eldar með sous vide-tækni og gerjar, svo eitthvað sé nefnt.

Það er hægt að útbúa jóladessertinn í tækinu eða baka smákökur.

Thermomix léttir undir með öllum sem þurfa að borða og allir þurfa jú að nærast. Innbyggðar uppskriftir fylgja vélinni og mögulegur aðgangur að uppskriftabanka sem hefur að geyma yfir 70 þúsund uppskriftir og er stærsti einstaki uppskriftavefur á netinu. Óhætt er að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar. Nýlega bættist svo við sá möguleiki að setja sínar eigin uppskriftir inn í uppskriftabankann og vélina.

Thermomix er með innbyggðri vigt og snertiskjá þar sem uppskriftirnar birtast og vélin leiðir þig svo áfram. Vélin hentar öllum, fólki sem kýs hefðbundinn heimilismat, sætmeti, hráfæði eða vegan, fólki sem þarf að vera á maukfæði vegna veikinda, fólki með fæðuóþol eða ofnæmi og í raun er hægt að gera nánast hvað sem er í vélinni. Thermomix kom upphaflega á markað til að saxa, elda og mauka barnamat, en hefur þróast í þetta magnaða snjalltæki sem hentar öllum. Þess má geta að Thermomix kom fyrst á markað í Frakklandi árið 1971 og er innflutnings- og brúðkaupsgjöf númer eitt, tvö og þrjú í Mið- og Suður-Evrópu.“

Tækið er mjög einfalt í notkun.

Vélinni fylgir matreiðslunámskeið

Kaupunum fylgir matreiðslunámskeið þar sem farið er yfir alla notkunarmöguleika Thermomix og farið yfir uppskriftabankann, hráefni, vikumatseðil, innkaupalista og fleira. „Námskeiðið er tvær klukkustundir og er haldið í sýningareldhúsi okkar í Síðumúla, 29 einu sinni til tvisvar í mánuði. Við hvetjum eigendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að læra inn á og nýta sem flesta notkunarmöguleika vélarinnar,“ segir Berglind. „Við viljum að fólk noti og elski vélina jafn mikið og við gerum.“ Þær mágkonur, Berglind og Rebekka, og fjölskyldur þeirra, hafa notað vélina við alla matseld í þrjú ár og gætu ekki án hennar verið. „Það er alveg magnað hversu léttari hversdagurinn verður og svo er bara ótrúlega valdeflandi að vita nákvæmlega hvaða hráefni eru í öllu sem við erum að borða. Það er nefnilega ekki það sama að nærast og að borða og það er alla vega mín reynsla að neysluvenjur verða meðvitaðri og betri. Það að borða hreint fæði og elda allt frá grunni er bara alls ekkert flókið, tímakrefjandi eða erfitt,“ bætir Berglind við.

Thermomix auðveldar alla matvinnslu og eldamennsku auk þess sem það er hagkvæmara og næringarríkara að elda heima frá grunni, úr hráefnum sem maður velur sjálfur. Thermomix sparar mikinn tíma þar sem ekki þarf lengur að standa yfir pottum og hræra og þannig gefst meiri tími til að sinna sjálfum sér og/eða fjölskyldunni. Hráefnin eru alltaf elduð við kjörhita með nákvæmri hitastýringu og því tapast ekki mikilvæg næringarefni og vítamín úr fæðunni.

Tækið léttir lífið við allan bakstur.

Thermomix býður upp á svo marga notkunarmöguleika og sparar mikla fjármuni sem annars færu í kaup á mörgum smátækjum af misjöfnum gæðum með mislanga endingu. Einnig sparast mikið í orkunotkun miðað við notkun á helluborði og þannig sparast nokkrir þúsundkallar á hverju ári. Þá er einnig er ótrúlega gaman að nýta sér snjalltæknina í eldhússtörfin og gera daglegt líf léttara. Fólk getur gert allt í Thermomix sem það hefur t.d. gert í pottum fram til þessa á svo miklu skemmtilegri hátt og reyndar getur fólk gert svo miklu meira með Thermomix en það hefur gert áður.

Jólaundirbúningurinn verður léttari

„Að elda með Thermomix sameinar fjölskylduna, það geta allir tekið þátt. Ef þú ert læs þá ertu nokkurn veginn fær um að geta unnið rétt með Thermomix, svo þetta er öruggt fyrir stálpaða krakka undir eftirliti og þannig geta fleiri á heimilinu tekið þátt í eldamennskunni með góðum árangri.“ segja þær Berglind og Rebekka. Thermomix miðar að því að allt sé gert frá grunni á einfaldan og aðgengilegan hátt. „Við þurfum að hafa í huga að öll neysla okkar hefur áhrif, ekki bara á heilsu okkar og vellíðan heldur einnig jörðina okkar. Við mælum t.d. með heimagerðum jólagjöfum sem slá yfirleitt alltaf í gegn og framkvæmdin með Thermomix getur verið góð fjölskyldustund sem er auðvitað alger bónus og kannski það mikilvægasta af öllu.“ bætir Berglind við.

Einfalt er að gera boozt, smoothie eða aðra holla og góða drykki.

Þá segja þær að jólaundirbúningurinn með Thermomix verði einnig allur einfaldari og léttari. Thermomix sér þannig t.d. um að hnoða piparkökudeigið, hræra í allar terturnar, þeyta rjómann, laga karamelluna fyrir brúnuðu kartöflurnar, heita súkkulaðið og hræra jafninginn svo eitthvað sé nefnt. Thermomix er afbragðs hrærivél, matvinnsluvél og blandari og það er t.d. alveg sérlega auðvelt að útbúa alla eftirrétti í Thermomix eins og t.d. súkkulaðimús, súkkulaðikökur, svamptertubotna, tiramisu og margt, margt fleira. Vélin er afar einföld í notkun, veitir gleði inn á öll heimili og er svo sannarlega jólagjöfin í ár. Viðskiptavinir okkar eru gríðarlega ánægðir með tækið,“ segir Berglind.

Sætkartöflumús verður leikur einn þegar unnið er með Thermomix.

Thermomix súkkulaðimús:

50 g sykur

200 g dökkt súkkulaði, í bitum

100 g rjómi

4 egg, skilin

1 hnífsoddur salt

Setjið sykur í blöndunarskálina og malið 10 sek./hraði 10. Skafið hliðar skálarinnar með sleikjunni. Bætið við dökku súkkulaði og rjóma og bræðið 4 mín./50°C/hraði 2. Bætið eggjarauðum út í blöndunarskálina og hrærið 15 sek./hraði 4. Hellið blöndunni í skál og leggið til hliðar. Þvoið og þurrkið skálina vel.Setjið þeytarann í. Setjið eggjahvítur og salt í blöndunarskálina og þeytið 3 mín./hraði 3.5 eða þar til orðið stíft. Fjarlægið þeytarann, bætið síðan eggjahvítunum út í súkkulaðiblönduna og hrærið varlega saman með sleikju. Hellið í 6 desertskálar og kælið í a.m.k. 3 klst. áður en borið er fram. ■

Fleiri upplýsingar má nálgast á heimasíðunni eldhustofrar.is og á facebook: Thermomix á Íslandi.

Ljúffeng súkkulaðiterta sem verður flott að bjóða upp á um jólin.
Thermomix er meðal annars sous-vide græja og hrærir fullkomnar sósur með nákvæmri hitastýringu. MYNDIR/cookidoo.international