Í þessum þætti er fyrri helmingur bókarinnar Unconditional Parenting eftir Alfie Kohn skoðaður. Farið er yfir hegðunarvandamál sem leiða af skilyrtri ást foreldra og af hverju vinsælar uppeldisaðferðir láta börnum líða eins og þau séu samþykkt aðeins ef þau fara að kröfum foreldra sinna. Einnig er fjallað um þegar börnum líður eins og foreldrar þeirra elski þau bara ef þeim vegnar vel í einhverju, t.d. skóla eða íþróttum.

Athugasemdir