Aðalheiður Sigurðardóttir, fyrirlesari og samskiptaráðgjafi, er móðir stúlku sem fékk einhverfugreiningu átta ára gömul. Hún kom til Guðrúnar Birnu le Sage og Kristínar Bjargar Viggósdóttur og sagði þeim frá reynslu sinni sem móðir barns á einhverfurófi. Hún talar um áfallið sem greiningin er fyrir foreldri og hið langa ferðalag að finna réttu úrræðin fyrir stúlkuna sína og koma á samvinnu við skólayfirvöld.

Aðalheiður lýsir því hvernig hún hefur tekið sér hlutverk túlks fyrir dóttur hennar við skólann hennar og hvernig þeirra góða samvinna varð til þess að dóttir hennar öðlaðist betra líf. Ef líðanin er ekki góð verði lærdómurinn enginn. Þegar dóttir hennar tjái mótþróa þurfi að byrja að rannsaka og setja á sig stækkunar- og forvitnisgleraugun – því þar sé eitthvað sem stoppi hana, því hún vilji alltaf standa sig vel.

Athugasemdir