Þriðji þáttur í umfjöllun um fræði og boðskap Alfies Kohns, út frá bókinni hans Unconditional Parenting.

Við nældum okkur í nýjar raddir í síðasta bókaklúbbi um bókina. Eða svo til nýjar sumar, Eva Rún Guðmundsdóttir, Elsa Borg Sveinsdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og loks Sólveig Rós!

Í fyrsta þætti okkar um kenningar Alfies Kohns fórum við yfir hvað sé að skilyrtu og stjórnunartengdu uppeldi. Í öðrum þætti ræddum við ástæðurnar fyrir því að við dettum í skilyrt og stjórnunartengt uppeldi ef það er svona hrikalega slæmt. Að auki fórum við yfir 12 grundvallarlögmál í uppeldi.

Alfie gefur okkur þrjár meginleiðir til að innleiða skilyrðislaust uppeldi og það ræðum við hér: að tjá skilyrðislausa ást, gefa börnum fleiri tækifæri til að taka ákvarðanir og að ímynda sér hvernig hlutirnir líta út frá sjónarhorni barna.Alfie segir að spurningin sé ekki hvort við eigum að reyna að komast nálægt markmiðinu – og ekki heldur sé neinn vafi á að við ættum að geta það.

Ástæðan að alltaf sé hægt að gera betur er ekki ástæða til að reyna ekki að gera betur en við erum nú að gera. Við getum það og við ættum að gera það. Spurningin er hvernig.

Athugasemdir