Vissir þú að ef fólk borðar af minni diski þá borðar það 25% minna samkvæmt rannsóknum? Getur verið að við borðum of stóra matarskammta í hugsunarleysi? Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana hefur mikið talað fyrir næringu í núvitund (mindful eating)og unnið með fjölda einstaklinga sem eru með óheilbrigðar matarvenjur. Hún hefur sérhæft sig í þessum fræðum og segir mikilvægt að við lærum að borða mat á meðvitaðan hátt og að við gefum okkur góðan tíma til að borða í stað þess að gleypa í okkur matinn á methraða. Hún segir líka að uppeldið geti mótað matarvenjur okkar og valdið því að við eigum í óeðlilegu sambandi við mat á fullorðinsárum. Ragnhildur ræðir við Helgu Arnardóttur þáttastjórnanda Lifum lengur og gefur hlustendum góð ráð um heilbrigðari matarvenjur og bendir á öðruvísi leiðir til að njóta matarins á meðvitaðan og eðlilegan hátt.

Athugasemdir