Af hverju fá mjög fáir súmóglímukappar sykursýki 2 þrátt fyrir ofát og ofneyslu á óhollum mat til að halda þyngdinni uppi? Svarið er einfaldlega: Hreyfing! Þeir hreyfa sig svo mikið á meðan þeir eru í keppnisformi að líkaminn nær að halda öllu kerfinu gangandi án þess að fá sykursýki 2. Hins vegar um leið og þeir hætta að æfa og keppa og draga verulega úr hreyfingu þá byrjar óeðlilegt ástand að myndast í líkama þeirra og sykursýki 2 er handan við hornið. Þetta segir Lilja Kjalarsdóttir doktor í sameindalíffræði og aðstoðarforstjóri KeyNatura. Hún talar við Helgu Arnardóttur í hlaðvarpinu Lifum lengur um hversu varasamt hreyfingarleysi er, hvernig hreyfing getur spornað gegn fjölmörgum sjúkdómum og hjálpað fólki með sjúkdóma að lifa betra lífi. Lilja gefur einnig góð ráð um hvernig hægt er að innleiða hreyfingu í daglegt líf án þess endilega að fara í ræktina og hvetur fólk einfaldlega til að byrja á því að ganga stuttar veglengdir.

Athugasemdir