Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi og PR-gúrú sest í stólinn þessa vikuna og gerir upp stóra Íslandsbankamálið enda hefur verulega skort á að karlmenn tjái sig um málið.
Þá segir Karl frá nýjasta fjölskyldumeðlimnum, hinum klónaða hundi Samson auk þess sem rætt er um sterkan samfélagsmiðlaleik tengdaforeldra hans, grein Viðar Guðjohnsen yngri í Mogganum um samfélagsmiðlalaust líf, furðulegt ferðalag Michelle Ballarin við að koma Wow 2.0 í loftið og loks er farið aðeins yfir landslagið í pólitíkinni á miðju kjörtímabili.

Athugasemdir