Gestir Hismisins þessa vikuna eru Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij, nýkrýndir Íslandsmeistarar úr KR.

Farið er yfir hvernig KR landaði sjötta Íslandsmeistaratitli félagsins í röð, þar sem unnið var eftir lögmálinu að titlar vinnast ekki á haustin, Interrail-ferð Pavel síðasta sumar, sem dróst aðeins á langinn og hvernig það var fyrir 37 ára skrifstofumann að mæta aftur á völlinn.

Þá er rætt um sameiningartákn þjóðarinnar, Liverpool og harðorðar yfirlýsingar handboltadeildar Hauka og ÍBV.

Athugasemdir