Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er gestur Hismisins í sérstakri páskabombu þáttarins og gerist þar með fyrsti forsætisráðherrann til að verða gestur í íslensku hlaðvarpi samkvæmt óvísindalegri rannsókn þáttarins. Við förum yfir stuðning Katrínar við Liverpool og hvernig það fari saman að vera formaður VG og aðdáandi Sálarinnar, sjónvarpsþætti með Gordon Ramsey og hvaða tónlist Katrín er að vinna með í útihlaupum.

Farið er yfir ríkisstjórnarsamstarfið og hvort líkja megi því við þriðja hjónaband fólks þar sem praktík er tekin umfram rómantík, hvað megi segja um menningu innan stjórnmálaflokka út frá þeim veitingum sem eru í boði á viðburðum flokkanna og hvernig small talk á leiðtogafundum erlendis gangi fyrir sig.

Þá er rætt um blaðamannafund ársins sem var haldinn á dögunum til að kynna nýja kjarasamninga og mikilvægi þess að vera ekki of pródúseraður.

Athugasemdir