Í Hismi vikunnar fer Árni yfir samskipti sín við hip og kúl fólk á Airwaves og reynt er að lesa í hvaða tegund af bíl líklegt er að formenn stjórnmálaflokkanna eigi. Fyrirspurnir Miðflokksmanna um þjóðaröryggi og hvernig hægt væri að tæma Reykjavík á sem stystum tíma, ofurpeppaðir Bandaríkjamenn og dálæti þeirra á fyrrum hermönnum, jólabjóra tímabilið sem er að renna í hlað og nýtt bjórhlaðvarp þar sem Grétar hélt á lofti merkjum lagersins, fatastíl formanns Blaðamannafélagsins, skyndiverkfall netblaðamanna og gömlu góðu almannavarnaflauturnar og margt fleira er tekið fyrir.

Athugasemdir