Í Hismi vikunnar er farið yfir mál vikunnar, þar á meðal hinn dularfulla gráa lista FATF þar sem Ísland lenti og velta upp hvernig stjórnvöld koma til baka, hvort partýið hjá Stjórnarskrárfélaginu um helgina hafi verið nýi Þórudagurinn, landsfund VG sem er djúpt sokkið í loftslagskrísuna, hið sístækkandi smjörfjall Mjólkursamsölunnar og hvernig standi á því að '68 kynslóðin sé svo miklu peppaðri og hressari en kynslóðin fædd í kringum '80.

Athugasemdir