Í síðasta þætti vetrarins (e. season finale) fáum við sjónvarpsstjörnur landsins, þau Gísla Martein Baldursson og Björgu Magnúsdóttur, í heimsókn þar sem þau segja okkur aðeins af lífinu bakvið tjöldin á Eurovision í Tel Aviv, vínsmekk Graham Norton og hvaða viðurlög Íslendingar kunni að fá. Þá veltum við því upp hvort Gísli Marteinn sé mest pólariserandi maður landsins, hvernig toxóplasmi gerir mann að Skúla Mogensen, förum yfir það hvernig hann var mættur á Vestfirðina langt á undan #current fólkinu úr 101 og ræðum stöðuna í stjórnmálum, hvort Gísli hyggist snúa aftur í borgina og hvort Björg hyggist rifja upp gamla takta sem formaður Stúdentaráðs og skella sér í slaginn á ný.

Athugasemdir