Gestur Hismisins þessa vikuna er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og góðvinur þáttarins. Við ræðum flugdólga og sögu þeirra, Oddfellow-konur á Heathrow flugvelli, kanslara og stórmeistara í Frímúrarahreyfingunni, Gretu Thunberg og Hannes Hólmstein og herferð hans á samfélagsmiðlum gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálmadóttur, mayonnaise siðrof á Englandi og nýja grein vitringana þriggja á Þingeyri sem bjóða sem fyrr upp á lausnir.

Athugasemdir