Hismið ykkar er statt í hinu eina sanna raunhagkerfi íslensku þjóðarinnar, Vestmannaeyjum og báðir hlustendur þáttarins í Eyjum tóku ekki annað í mál en að tekinn yrði upp þáttur af því tilefni. Hentugleika-Eyjamaðurinn Árni sest því niður með tveimur strangheiðarlegum Eyjamönnum, Sindra Ólafssyni og Pálma Harðarsyni með Grétar Theodórsson á beinni frá Orlando og farið er yfir hvort Eyjarnar séu Texas Íslands, hvort annar hver Eyjamaður sé djúpur í Hvítasunnusöfnuðinum, hvernig pizzur frá síðasta vígi Pizza 67 á Íslandi smakkist, Ingó Veðurguð vs. Árna Johnsen, þjóðhátíð og hvenær Eyjamenn fá loksins göngin sín til Eyja.

Athugasemdir